Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 4

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 4
196 H E 1 M I R Þá viðburði að fyrirlíta ! því hitt er sér, A heimskra þingum að “húrra” fyrir ávinningum. Iin fólska var að fyrirmuna þein: fákeyping í guðskistuna. 26-2-10 Stiphan G. Stephanson Upphaf og þroskun únítaratrúarinnar í kristnu kyrkjunni (Framhald) Þrenningarkenning Aþanasíusar og áhangenda hans ruddi sér smám saman til rúiíis í löndunum við Miðjarðarhaiið og þrengdi skoðunum þeim, sem við Aríus voru kendar, norður á bóginn til þjóðanna, sem voru farnar að færa sig nær og herja á rómverska ríkið. Seint á fjóröu öldinni var uppi .maður, sem hafði afar mikil áhrif á guðfræði orþódoxu kyrkjunnar, er vör- uöu niður eftir miðöldunum og eru ennþá við lýði í kaþólsku kyrkjunni ; maður þessi var Ágústínus. Árið 387 snérist hann til kristinnar trúar og geröist brátt einn af ákveðnustu formæl- endum rétttrúnaðarins. I æsku hafði hann mentast í heimspeki hinna svo nefndu Ný-platóninga, sem var þá aðalstefnan í heimspeki á meðal mentaðra Rómverja. Á þann hátt hafði hann komist í kynni við kenningar Platós og annara forngrískra spekinga, eins og þær birtust í ný-platónsku heimspekinni. Þessar skoðanir, sem hann fékk í æsku, komust inn í guðfræöi hans eftir að hann varð kristinn. Guðshugmynd hans var í raun og veru grísk eingyðishugmynd, en við hana bætti hann þrenn- ingarkenningunni, án þess að geta nokkurn tíma, aö ýmsra áliti, sameinað þessar tvær hugmyndir til fulls. En aðalkenning Ágústínusar er kenningin um fall mannsins og guðlega náð.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.