Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 9

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 9
H E I M I R 201 sem er aö finna í keisaralega bókasafninu í Vín eru enn viö lýöi af þessari upprunalegu útgáfu. Þegar bókin koin út var Ser- vetus óþektur á Frakklandi undir sínu rétta nafni, og bókin bar ekki meö sér hver haföi skrifaö hana; en Calvin geröi kaþólsku yfirvöldunum í Lyons undir eins aövart um höfundinn, og var hann strax tekinn fastur og þær bækur hans, sem þar fundust geröar upptækar. Rannsóknarrétturinn dæmdi hann sekan uin villutrú og heföi hann ekki sloppið úr fangeísinu, þá heföi hann veriö brendur á Frakklandi. Fjóra mánuöi fór hann um huldu liöföi á Frakklandi og reyndi aö kotnast undan til Ítalíu. Síöan tók hann þaö óheilla ráö aö fara til Sviss. Hann kom til Genf á laugardegi og var svo óskiljanlega djarfur aö vera viöstaddur mess'u þar daginn á eftir. Hann þektist og var óöara tekinn og settur í fangelsi. Eftir langdregna rannsókn var hann loks brendur 26. október 1553. Kalvín haföi gert alt setn hann gat til aö Servetus yröi dæmdur til dauða, en hann ráölagöi aö hann væri tekin af líh meö sveröi en ekki eldi. Sú ráölegging haföi samt sem áöur engin áhrif á þá setn dæmdu hann; þaö var hiö svo nefnda “lægra ráð” í Genf og samanstóö af 25 leikmönnum. Þeir dætndu hann sekan um útbreiöslu vantrúar, og sainkvæmt gömlum keisaralegum lögum var hegningiun, sem viö því lá, dauödagi á báli. Skoöanir þær, setn Servetus lét lífið fyrir voru aö mörgu leyti ólíkar þeirn, sent nú eru nefndar únftaraískar skoöanir, en þær voru eigi aö síöur neitun á þrenningarkenningunni, eins og hún var skilin þá bæöi af mótmælendum og kaþólsku kyrk- junni. Hann leggur alla áherzluna á manninn Jcsús Krist, sem hann viðurkennir aö hafi veriö guö; mótstööumenn hans aftur á móti lögöu alla áherzluna á aðra. persónu guödómsins. sem tók á sig mannsgerfi í Jesú. Annaö atriöi í skoöunum lians, sem vert er aö taka fram, var siðferðislegt frjálsræöi einstaklingsins. Þessi skoöun var gagnstæö Jtví sem Kalvín kendi um forlög og fyrirfram ákveðna sælu eöa vansælu manna. Hvaö guðshug- tnynd Servetusar viövíkur viröist sem hann hafi veriö algj'öis- trúarmaöur, enda var þaö ekki óalgengt fyrir og utn hatis daga xtö skoðanir manna hneigöust í þá átt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.