Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 18

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 18
2 10 HEIMIR “Hvaö ætlaröu aö gera viö það? spuröi járnmangarinn. ” “Eg ætla aö hafa þaö fyrir vinnustofu. Eg er málari og heiti Fanient.” Járnniangarinn hugsaöi sig urn. Nafnið bar fallegan út- lendan keim. Það gat vel verið aö hann væri frægur maður í fööurlandi sínu, og gæti því orðiö þorpinu til uppheföar. I ööru lagi sá járnmangarinn að loftið í byggingu hans tnundi gefa dálítiö í aöra hönd.ogfólk, sem kæmi til aö skoöa myndir mundi máske vanta járnvörur og þar af leiðandi mundi verzlunin auk- ast. Hann geröi þvf samning við málarann. Fanient sam- þykti, að ef hann ekki borgaði húsaleiguna á réttum tíma, þá skyldi inyndin, sem hann ætlaði aö mála veröa eign jáinmang- arans. Næsta dag flutti málarinn áhöld sín upp á loftið; stóran stranga af lérefti, pentugrind, bursta og liti. Alt þetta bar hann sjálfur upp á loftið og lokaöi dyrunum, svo enginn skyldi ónáða hann við verk sitt. Stundum virtist járnmangaranum hann heyra sagarhljóð og hamarshögg ofan af loftinu, en en- ginn fékk hina minstu hugmynd uin hvað þar væri aðhafst. “Mér virðist þú vera nokkuö hávær yfir myndinni þinni,”: sagöi járnmangarinni við málarann eitt kvöld, er hann kom ofan frá vinnu sinni. Fanient brosti stillilega, “Eg er að leiða dagsljósið inn í híbýli þín til aö vinna viö,” sagði hann. Og hann lokaöi dyr- unum vandlega eins og hann var vanur aö gera. Dagar og vikur liöu en hamarshöggin voru hætt. Fanient var samt sem áöur stöðugt viö vinnu sína. Iiann kom snemma og fór seint. Um síðir var stór og vönduð umgjörð flutt að járnvörubúðinni, og Fanient bar hana sjálfur upp á loftið. Allan þennan tíma hafði járnmangarinn ekki fengiö neina húsa- leigu. “Gott og vel," sagöi hann við sjálfan sig. “Eg fæ þó myndina.og ef að hún er jafnstór þessari voldugu umgerð, þá er hún nægilega stór til að hvlja einn vegginn í borðstofunni

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.