Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.05.1910, Blaðsíða 19
H E I M I R 211 minni.” Svo hann var mjög þolinmóöur og var jafnvel farinn aö halda aö þaö mundi vera betra að fá myndina en húsaleig- nna. Loksins kunngeröi málarinn aö myndin væri fullger Og til i sýnis fyrir hvern sem vildi. Aðgöngugjaldið var að vísu nokkuö liátt, en forvitni fólksins var upptendruð, og það kom hópum sam’an til að sjá málverkið. Fyrst komu bæjarbúar, þá fólk úr nærliggjandi sveitum. og síöast fólk úr fjarliggjandi bæjum, því orðrómur þessarar undramyndar haföi víða hogið. Fólkið tróöst ákafafullt upp þrönga stigann og í öörum enda salsins, á dálitlum umgirtum bletti varð það að taka sér sæti og horfa á málverkið, sem var í hinum endanum í fallegu umgerðinni. Þó alt loftið væri myrkt og skuggalegt virtist myndin vera uppljóm- uð eins og af töfraglampa, svo allir ráku upp undrunaróp þegar þeir fyrst litu hana, en svo sögðu þeir ekki meira, heldur störðu á þetta dásamlega listaverk frá s.'r nutndir af undrun. Myndin var af iandslagi. I æsingi sínum ieit fólkið fyrst á það fjarlægasta og sá bláfjöllin í fjarska, aö mestu hulin í dökk- bláuin skugga rakra þokuskyja, sem sólargeislarnir sióu fögrum lit á yfir tindum þeirra. Nokkru nær var breitt engi með líð- andi halla, og lágar öldur á bakka fljóts, sem lá eins og fagur- blár þráður eftir rniðju enginu. Næst varlágur kjarrskógur, og eitt stórt og tilkomumikið eikartré, er huldi að mestu leyti rautt lrúsþak, sem eygði á á bak viö það. Fólkið horfði á þetta dá- samlega málverk alveg steinhissa. “Hann er dásamlega fjöl- hæfur listamaður!” sögðu allir í einu hljóöi, og þeir hneigðu sig lágt fyrir Fanient, sem tók undir með sínu einkennilega stilli- lega brosi. “Skýin virkilega hreyfast,” sagði einn áhorfendanna, og þegar fluga flaug fyrir framan myndina, heföi ég þorað að sverja að það líktist meira fugli í fjarlægð. Hvern einasta dag fyltist loftiö af áhorfendum og Fanient fékk nrestu kynstur af peningum. Samt fékk járnmangarinn enga húsaleigu, en hann fékst ekkert um það. Hann vissi aö mynd lík þessari var mikils virði og mundi brátt veita honum gull og metorð. j

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.