Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 2

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 2
218 H E I M I R Holland varð aö sjálfstæðu ríki undir forustu Vilhjálms af Óraníu eins hins besta manns, sem jjá varuppi. I Belgíu varð kaþólska kyrkjan með hjálp Jesúítanna mótmælendunum yfirsterkari og skiftust löndin við það. Hvergi sýndi siðbótin betur en á Hollandi hversu skamt frjálslyndi jaað sem henni var sainfara náði. Kalvínstrúin varð smám saman Jnrengri og jjrengri þar eftir því sem hún náði meiri útbreiðslu og fylgjendur hennar hættu að umbera aðrar trúar- skoðanir þegar þeir voru orðnir einvaldir. Samt sein áður vildu ekki allir beygja sig undir vilja þeirra, og bráðlega hófst deila á milli þeirra sem voru of frjálslyndir til að fylgja Kalvín og Jieirra sein héldu skoðunum hans fram óbreyttum. Maður að nafni D. V. Koornhert frá Haarlem héltfram aö algert umburðar- lyndi í trúarefnum ætti að eiga sér stað. Kaspar Koolhaes frá Leyden mótmælti forlagatrú Kalvíns; en sérstaklega barðist J. Arminíus prestur í Amsterdam og síðar háskólakennari í Leyden á móti'ýmsum af kenningum Kalvíns. Skoðanir þessara manna voru dæmdar villu kenningar, og á kyrkjuþingi, sem haldið var í bænum Dort 1618—19 var ákveðið að allir fylgjendur Arminíusar skyldu hætta að útbreiða skoðanir sínar, eða vera gerðir land- rækir að öðrum kosti. Margir þeirra tóku síðari kostinn og fóru i buttu um hríð, en eftir nokkurn tírna var þeim leyft að koma aftur til Hollands og mynduðu þeir þá þegar allsterkan flokk; þessi flokkur bar síðan lengi náfn Arminíusarog viðurkendi hann sem leiðtoga sinn, en sá sem mestan þátt átti í myndun flokksins hét Símon Episcopíus. Arminingarnir voru altaf mjög fámennir en á meðal jíeirra voru margir hinna frægustu mentamanna, sem til voru í landinu. Nafnið er nú lagt niður, en hin svo nefnda frjálslynda hollenska kyrkja, sem lengi hefir átt í baráttu við bæðikalvínsku og kaþólsku kyrkjuna, er beint áframhald af henni. Þó þessi hreyfing í áttina til frjálsra trúarbragða á Hollandi hafi aldrei náð mjög mikilli útbreiðslu þar, hefir hún samt haft víð- tak áhrif á trú—og kyrkjumál um allan vesturhluta Norðurálf- unnar. Arminíus og fylgjendur hans héldu fram Jrví, sem í raun og veru hafði verið grundvallaratriði hinna fyrstu siðbótarmanna,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.