Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 3

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 3
HEIMIR 219 nefnilega, aö trú ætti úvalt aö stjórnast af skynseminni þannig, aö allar trúarbragöalegar kenningar mættu gagnrýnast; þessari sömu grundvallarreglu fylgdu þeir einnig er til biblíunnar kom, þaösamtsem áður varð ekki til þess aö þeir höfnuöu biblíunni; þvert á rnóti gerðu þeir hana aö trúar—og siöferðislegum mæli- kvarða, sem þeir álitu óskeikulan í öllum aðalatriðum. Þaö sem þeir sérstaklega voru mótfallnir í Kalvínstrúnni var forlaga kenn- ingin og hið ósveigjanlega kyrkjuvald. Margir þeirra hölluðust rneira eöa rninna aö skoöunum Sósínusar, sem voru orönar þá vel þektar á Hollandi í geguum þá frjálstrúarmenn, Sem höföi leitaö þangaö undan ofsóknum frá Póllandi; en þrátt fyrir það uröu þeir samt aldrei eins frjálslyndir yfirleitt og Sósínus og hans f}dg- jendur höföu veriö á meöan þeir voru óhultir meö skoöanir sínar, Skoöanir Arminíusar og fylgjenda hans bárust til Euglands og hjálpuðu til aö mynda þar frjálslynda stefnu í trúmálum, sem síðar leiddi af sér stofnun únítarískrar kyrkju. En þar gætti einn- ig fleiri og eldri áhrifa, sem taka verður til greina þegar um upp- runa únítarakyrkjunnar á Englandi er að ræöa. Siöbótin á Englandi átti sér staö meö öðrutn hætti en í öörum löndum þarsetn hún komst á. Hún blandaðist þar sarnan við stjórnmálin og konungsvaldiö og átti að rnjög litlu leyti ræt- ur sínar að rekja til verulegra skoöanabreytinga í trúmálum. Af þessu le.iddi, aö á Englandi var sett á stofn ríkiskyrkja, sem hvaö skoöanir snerti var næsta lík kaþólsku kyrkjunni, og höfuð hennar var konungurinn í staö páfans. En þessar kringumstæður gátu samt ekki komiö í veg fyrir aö einstaklingar aöhyltust frjálsari skoöanir en þær setn ríkis- kyrkjan hélt frain. Allar skoöanabreytingar, sem áttu sér stað á meginlandi Norðurálfunnar bárust fljótt þangaö. Endur- skírararnir, sem áöur hefir veriö minst á fluttu kenningar sínar til Englands og fengu fljótt áhangendur. Sömuleiöis voru margir sem hölluðust aö skoöunum Aríusar—flokksins á fjóröu öldinni hvaö kristshugmyndina snerti. Öll þessi vantrú varofsótt af ríkiskyrkjunni; margir voru hneptir í fangelsi um lengri eöa skemmri tíma, og nokkrir voru ceknir af lífi. Ofsóknir þessar

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.