Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.06.1910, Blaðsíða 20
I 236 HEÍMIR Nýjar bækur Kvistir, kvaðasafnu eftir Sig. Júl Jóhannesson, Reykjavik 1910 Kostnaðarinaður Jóh. Jóhannesson. Flest af kvæöunum í bók þessari hafa birst áöur í blöðum og tímaritum hér vestra, svo það verður ekki sagt, aö hún flytji mikiö nýtt; en svo er því einnig farið með flest skáld á þessari blaða og tímaritaöld. Engu að síður er bókin saint óefaö öllum ljóövinutn kærkoininn gestur, því Siguröur hefir fyrir löngusíðan fengið þá viðurkenningu, að vera eitt af beztu skáldum vorum Vestur-íslendinga. Sú viöuikcnning virðist ekki auðfengin á íslandi, ef Vestur-íslendingur á hlutað máli. Þó er skáldskapar- gáfan, eða að minsta kosti gáfan til ljóðlistar ekki svo sjáldgæf með Islendingum, að þaö sæti undrum þó eitthvað af henni hafi borist vestur urn haf. Enn þetta keinur ekki /nálinu við. Tíminn breiðir yfir flestar misfellur, sem kunna aö vera á dóm- greind manna. Siguröur er mjög tilfinningaríkt skáld og hann yrkir lang- mest um mannlífið, Þess vegna er það svo undur eðlilegt aö samhygð og meölíöun nreð þeim, sem líöa og á einhvern hátt sæta íllri meöferð komi í ljós í kvæðuin hans og einnig réttlát reiði gagnvart þeim, sem hann álítur vera orsök í böli og óhamingju þeirra er hann finnur til ineð. Máske er tilfinningin of heit stundum, svo að dómgreindin nýtur sín ekki til fulls, en þó er það engan vegin með jafnaöi, því Sigurður hefir glögt auga fyrir því sem er aö gerast í heiminum í kring um hann. Sum beztu kvæðin eru um afhrök almenningsálitsins, en sem almenningur aldrei veit, eöa kærir sig um að vita, hvers vegna hafa orðið að afhrökum, t. d. "Halta Finna” “Eintal Sæfinns” er ágæt lýsing af því, hvernig að hugar- ástand mannanna veldur því, að það sem einu sinni viröist fagurt og gleöiríkt verður alt í einu dapurt og sorglegt. Kvæðið er ágætt, eitt hiö bezta í bókinni; það er betur dregin mynd í fáum dráttum af heilu mannslífi en flest, ef ekki öll hinna kvæð- anna eru.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.