Heimir - 01.09.1910, Síða 6

Heimir - 01.09.1910, Síða 6
2 H E I M I R Don Murri frá Ítalíu, og Pére Hyancinthe frá Frakklandi, nafnkendastir. AÖ þinginu afstöönu fóru flestir útlendu fulltrúarnir til Wittenberg og Weimar og annara frægra sögustaöa á Þýzka- Jandi. Nokkrir fóru síöan til Ungverjalands til að taka þátt í 400 ára minningarhátíð únftara kyrkjunnar þar. » Eftir því se/n sagt er frá í fréttum af þinginu komu all mismunandi skoðanir í !jós, en allar miðuðu þær í eina aðal-átt, nefnilega, nauðsyn algjöis frelsis í trúarefnum. Að allir kæmu * fram með nokkra eina tegund af útskýringum eða settu skoðanir sínar fram í sama búningi var auðvitað ómögulegt, þar sern menn frá svo mörgum löndum og með svo margskonar andlegt líf að baki voru samankomnir. En eining og samhuga óskir um eðlilega framför trúarbragðanna í samræmi við alla sanna þekkingu og vísindi nútímans var aðal einkenni þingsins. Að öllum líkir.dum hefir þing:ð all mikla |)ýðingu fyrir útbreiðslu frjálsra trúarskoðana á Þýzkalandi, sem eru langt frá því að vera almennar á nuðal alþýðunnar, þó mesti fjöldi mentamanna sé að ir.eiia cg minna lecti íallinn frá rétttrúnaði lútersku ríkiskyikjunnar. Talsverð andmæli komu að vísu fram gegn stefnu þingsins frá hálfu strang oiþódoxra blaða, en yfir- leitt voru viðtökurnar hinar vingjarnlegustu. Gagn það, sem af þessum þingum leiðir íyiir trúarbiagðarlegt frjálsiyndi í heiminum yfileitt er ómögulegt að ineta. Unítarakyikjan í Bandaríkjunum og á Englandi á þakklæti og heiöur skiliö fyrir að hafa gengist fyrir þeim og lagt fram stóran skerf til þess að gera þau sem uppbyggilegust. Tuttugasti og fyrsta Alþjóða-kvöldmá'tíðarþing katólsku kyrkjunnar var haldinn í Montreal nýlega. Þing þetta var haldið með mikilli viðhöfn að viðstöddum mesta fjölda biskupa og annara stórmenna katólsku kyrkjunnar í Ameríku. Páfinn sendi sérstakan legáta Vincenzo Vannutelli kardinála á þingið, sem að því loknu tókst á hendur ferðalag á ineðal katólskra manna í Kanada og Bandaríkjunum.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.