Heimir - 01.09.1910, Page 7

Heimir - 01.09.1910, Page 7
H E I M I R 3 Katólska kyrkjan helir gert sér inikiö far um aö láta sem mest bera á fylgi sínu i Ameríku á þassu þingi. Fylgi hennar og styrkur stafar mest af innflutningi og er í raun og veru alls engin útbreiösla. Þar sem kyrkjan erstööugt aö missa fótfestu í þeim löndum, sem lengst hafa lotiö henni er lítil furöa þó hún leggi áherzlu á fylgi sitt hérí Ameríku. Á Englandi hefir myndast all-sterk hreyfing, sem hefir aö- skilnaö ríkis og kvrkju fyrir markmiö. Enska ríkiskyrkjan, eöa ‘ The Established Church”, eins og hún er nefnd á Englandi, hefir veriö viö lýöi í sinni núverandi mynd síöan á dögum siö- bótarinnar. Fyrir þann tíina var katólska kyrkjan ríkiskyrkja á Englandi eins og í öllum öörum löndum Noröurálfunnar, en meö siöbótinni varö sú breyting á, á Englandi, aö konungurinn svifti páfann öllutn yfirráöum og tók þiu í sínar hendur. Skoð- anir siðbótarmannanna náöu nokkurri fótfestu, en siðir katólsku kyrkjunnar héldust lítiö breyttir. Klaustureignir voru geröar upptækar, en kyrkjan sjálf hélt sínum eignuin, sem höföu veriö gefnar henni í katólskri tíö. Eftir aö rnótmælenda ríkiskyrkja var stofnuö á Englandi var reynt af fremsta megni aö neyöa alla til aö fylgja kenningum hennarog siöuin. Þaö samt sein áöur tókst aldrei til hlítar; katólskan hvarf aldrei, og aörir mótmælenda trúfiokkar risu upp, hver meö sinni sérkenningu. Þó algert trúfrelsi hafi átt sér staö all-lengi á Englandi hefir ríkiskyrkjan þau forréttindi fram yfir aörar kyrkjur, aö vera ríkinu nátengd, á þrnn hátt, aö biskup- arnir eiga sæti f lávarðadei'd þingsins, konungurinn og The Lord Chancellor verða aö tilheyra henni, ennfremur eru mál kyrkju- nnar dæmd fyrir sérstökum kyrkjudómstólum. I raun réttri er kyrkjunni ekki lagt til neitt fé úr ríkissjóöi. Félag hefir mvndast meö fjármálaráöherrann Mr. Lloyd George í broddi fylkingar, sem berst fyrir algjöröum aöskilnaöi ríkisins og kyrkjunnar. Félag þetta vill aö kyrkjan sý'sli ekkert um stjórnmál landsins á nokkurn hátt og aö kyrkjueignirnar séu lagöar undir iíkiö. Þaö heldur fram aö mest allar eignir

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.