Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 11
H E I M I R ingar líöandi tínia geia ekki náö til og sem hefir í þeirra augum jafn bindandi sannleiksgildi fyrir alla. I trúmálunum eru æfin- lega allir þeir, sem nefna sjálfa sig og enga aSra rétttrúaöa í þessum flokki. I ööru lagi eru til menn, sem viröast ekki hugsa um þaö hvort skoöanir sínar fyrst og fremst séu réttar heldur þaö hvort þær komi aö notum, færi sig nær þeim markmiSum, sem þeir hafa sett sér. Þessir menn velja sér skoSanir sínar eitthvaö líkt því og hygginn kaupmaSur velur sér varning sinn, rneö tilliti til hagsmuna í framtíöinni. AuSvitaS getur þeim veriS alvörumál meö margar skoöanirsínar, en þeirra eigin persóna og lífsgæöi sitja altaf í fyrirrúmi fyrir þei.n. Þegar skoðunin stySur ekki lengur þaS sem veriS er aS reyna aS gera aS aSalmarkmiSi lífsins, þá er gildi hennar fariS, þá er skift um og önnur reynd, sem útlit er fyrir aS betur muni gefast undir kringumstæSunum. Og þaS eru í þriöj^*. lagi til menn, sein taka skoSanir sínar frá ennþá öSru sjónarmiSi. Þær eru þeim sjálfum svo sam- grónar, aS þær eru þeim ekki utan aS komandi sannleikur, sem verBi aS viStakast vegna þess órnótmælanlega gildis, semíhonum sjálfum felist, og því síöur geta þær oröiS aS meSölnm, sem fái gildi sitt frá einhverjnm tilgangi, sem er skyldari persónunni en skoSanirnar sjálfar. Þær eru sannfæringar, sem eru lifandi og maiininuin ófráskiljanlegar svo lengi sem engin gagngerS breyt- ing á sér staS í sálarlíh hans. Þær eru sannleikur, og meira en sannleikur, þær eru líf. GildiS sem þær hafa er samskonar og gildi þaS sem lítiS sjálft hefir. AuSvitaS eru þær háSar ytri skilyrSum, nema þar sem öll slík skilyrSi eru vettugi virt, alls- konar öfgar geta komist aS, en þær sækja ekki gildi sitt til neinna ytri skilyrSa, þvert á móti liggur þaS í sambandi þeirra viS viljann og sálarlífiS í heild sinni. ÞaS þýSir ekki aS tala um hvaS af þessu sé rétt og hvaS rangt. I raun réttri er þaS ekkert nema mismunandi upplag sem mönnum er aS miklu leyti ósjálfrátt. Sumir menn geta ekki án þess veriS aS hafa einhverja ímyndaSa eSa verulega óyggjandi vissu, sem er aSfengin, til aS sníSa skoSanir sínar og hugsunarhátt eftir. A5 vissu leyti er aSferS þeirra rétt, því í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.