Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 15
H E I M I R ii tilveruna í heild, og afstöðu mannsins gagnvart henni. Ég geng út frá því, að hinn ótakmarkaði alheimur sé ein líkama og lífsheild, sem samanstendur af ótölulegum stórum og smáum heildum. Og ég geng út frá því að það sé alheimsreglan, að sérhver heildarhluti, og sérhver tegund lífsins, hafi upphaf eða b)TJun í sínu tegundargerfi, og þroskist að ákveönu fullkomnun- ar takmarki. Sérhvert tegundarlíf, er hluti af alheimslífinu, sem vinrur sitt ætlunarverk í .endurnýjung þess og viöhaldi. Eins og sérhver hnöttur, hetír sitt afmarkaö sviö í alheimstilver- unni, þannig hefur og sérhver lífsheild afmarkaö sviö í lífsheild- inni. Og sérhver tlfkamleg og andleg heijd er því ofurlítil, eining í líkama og sál tilverunnar. Lífsþroskun tegundanna, er takmörkuð viö þ,i mö<íule<íieika, sem eðli og ásigkomulag sérhverrar heildar le\-fir, og innan þeirra takmarka verður alt líf aö þroskast. Þess vegna eru-öll tegunda líf í sérhverri lífsheild, ein sameiginleg 'ífsheild. Við vitum að til er afl, sern verkar gegnum allan alheiminn, viöheldur honum og endurnýjar hann eftir þeim lögum, sem viö fáum ekki skilið, nema aö því litla leyti, sem viö þekkjum hvernig þetta afl vinnur á'okkar eigin hnetti. Við þessi takmörk er mannsandinn bundin í þessu lífi. Þetta alheims afl birtist ískynsemi, sjón, og tilfinningu okkar, íótal myndum. En líffæri mannsins eiga ennþá langt í land, aö þroskast svo hanu geti skiliö þetta afl í öllum srnum myndum. En aö þvr' leytisem viö þekkjum þetta afl þá vinnur þaðalstaðar samkvæmt vissum regl- um og r'samræmi vi.ö sjálft sig. Og á þvr' byggjum við, að þaö hafi hinafullkomnustu sjálfsmeðvitund.ákveðinnogóumbreytanlegan vilja, og þarafleiðandialgilda reglu tilað fylgja. Ef við táknum þetta afl með persónulr'king, og köllum það guð, þá getum við sagt að hann beitiöflum sínum á ýmsa vegi. Þannig getum við sagt að hann stjórni gangi himinhnattanna samkvæmt sínum algildu reglum. Og við getum sagt að hann hafi lagt frækorn lifsins í n;Utúru jaröarinnar, sem geti þroskast, lifað og náð fullkomnun, sárnkvæmt því eSlislögmáli sem náttúran fylgir, og svona getum við talið út í þaö óendanlega, o. s. frv. Tilveru lífsins á jörðunni hugsa ég mér á þessaleið: Þegar

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.