Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 18

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 18
14 H F, I M I R aS miklu leyti á hans eigin valdi aö þrOska líffærin og gjöra þau hæfilegri fyrir þekkingar íbúS;ogþar af leiSandi einnig á hans valdi aö gjöra þau óhæfilegri fyrir skynsemis bústaS. Ogaf því aS hinn andlegi hluti mannsins er þekkingarstærS, og þessi þekkingarstærS er sérstök lífsheild, frjáls og óháö öSrum heildar- pörtum, þá verSur hún sjálf aS þroska og fullkomna gildi sitt. ÞaS geta engin önnur öfl gjört. Til þess aS maöurinn geti náö þekkingu, veröur hann aö vilja þaS sjálfur. Lífsafl mannsins, viljinn getur stjórnaö öllum hinum sjálfráöu hreyfingum líkamans, og sömuleiSis getur hann stjórnaS skilningsfærunum, og æft þau, svo aö þau geti meStekiS þekking á þekking ofan, og þannig myndaS og stækkaö hina andlegu heild. Af þessu sjáum viö, aS þaS er mjög áríöandi fyrir manninn, aö gæta vel heilbrigöi líkamans ög lífíæra sinna, svo þau geti unniö í eölilegu ástandi. Ég get hugsaö, aö tnaöur, sem kominn er svo langt í þekking- arlegri fullkomnun, aö hann viti, aö þaS er hlutverk mannanna aö byggja upp sameiginlega og fullkomna lífsheild, aö hann mundi líta á einstaklingana í núverandi heildar ástandi meS sorgblandinni meölíöan. Hann veit aö þeir hafa allir sama rétt, og sömu skyldur, til aö auka og þroska gildi sitt, en hann sér aö vilji þeirra stefnir í öfuga átt. I staöinn fyrir aö þroska er verið aö veikja líkama og líffæri. Honum mundi finnast sorglegt aö sjá unga menn og konur í byrjun hins sjálfstæöa lífs þeirra, beita vilja sinum, og þar af leiðandi framkvæmdum, til þess aö rækta svo dýrslegar ástríSur aö þær veikja lífsöfl líkamans, og þar af leiö- andi eyöileggja hina eölilegu mögulegleika til aS geta oröiS sjálfstæS andleg persóna, eöa þekkingar heild. Og hann mundi Hta svo á, aS í þessum tilfellum væri verið aö undirbúa kynspilling, sem komi fram í afkvæmunum, máske í marga liöi. Hann mundi sjá aö meö þessu er verið að tefja fyrir framsókn andans á sannleiksbraut þekkingarinnar. Ég hefi áöur tekiö þaö fram, aö þekking, sem hefir ekkert sannleiksgildi, gæti ekki talist manngildinu til inntekta, af því aS sú þekking hefur ekki nema stundargildi. Og í sambandi viö viö þetta, ætla ég aö athuga ofurlítið tvö hin stæSstu öfl, sem mennirnir hafa sjálfir skapaö, og þeir stjórnast af. Ég ætla

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.