Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.09.1910, Blaðsíða 20
i6 HEIMIR framleiðsluöfl jaröarinnar, sem alt líf og framför mannanna byggist á. Afleiðingin verður því aö þessara uðfélagsheildir verða óeðlileg æxli á þjóðarlíkamanum, sem draga til sín efni þau, sem hinir eðlilegu hlutar hans þyrftu aðnotasértil viðhalds, og til þess að geta unnið með heilbrigöu afli. Það verður því í réttum hlutföllum hvað við annað, að því meira sem æxlin vaxa. því meiri rýrnun kemur í hina eðlilegu heildarparta. En af því að þessi auðsaf ns æxli lifa og þroskast ekki lengur, en meðan þau geta dregið til sín lífsvökva frá hinum eðlilegu heildarpörtum, þá hljóta þau einnig að visna upp og hverfa úr sinni mynd. Þetta eigingjarna mannlega afl, verður því afl eyðileggingarinnar, þið eyðileggur sjálft sig um leið og heildarhlutarnir, sem það lifði af, eyðilögðust. Næst vil ég þá athuga hvaða áhrif þetta eigingjarna af', þessi þjóðfélags æxli, hefur á manngildi einstaklinganna í báöum flokkum. Ég vil þá fyrst taka það fratn, að það getur engiim maður sýnt hæfilegleika sína í sannri mynd í þjóðlítínu, nema hann sé frjáls, og hafi þá stöðu. sem hans sérstöku hæfilegleikar koma að notum, og eru viðurkendir í ; því þá ræktar hann þá af öllum kröftum, þá styður hann aðra og aðrir styðja hann, og þá getur kærleiksaflið unnið. Og að þetta sé eðlislögm;il náttúr- unnar sannast með því að mennirnir eru misjafnlega bygðir, og þar afleiðandi hafa mismunandi hæfilegleika. Einn erhneigður fyrir þennan starfa.og annar fyrir hinn, og svona mætti lelja upp háar tölur. Þetta sannar sömuleiðis, að mennirnir eru allir sameiginleg lífsheild, þar sem hver og einn á að gjöra sinnskerf til að fullkomna, Til þess að maður geti kallast frjáls, verður hann að hafa rétt til að afla sér lífsviðurhalds úr framleiðslu öflum náttúrunnar. En þegar afl eigingirninnar er búið að ná völdunum, er þetta frelsi horfið, eins og áður er sagt. Maðurinn skrælnar því smámsaman upp og manngildið hverfur. í fljótu bragði skoðað, mundi *nega ætla, að manngildiþeirra, sem myuda þann flokkinn, sem valdið hefur, frelsið, auðinn og allar líkamlegar nægtir, mundi stækka og þroskast í sömu hlutföllum sem það rýrnar hjá þeim undirokuðu. En við nánari aðgæzlu komustum við að gagnstæðri niðurstööu, og orsökin til þess er, að þessir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.