Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 2

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 2
26 H E I M I R kyrkjunnar hafa verið geröir landrækir með m'unkunum. Vafa- laust stafar brottrekstur þessi af afskiftunr kyrkjunnar af stjórn- og u'ppfræðslnmálum, sem lýðveldissinnar álíta að séu henni óviðkomandi. Konungsvaldið í Portúgal og kyrkjan hafa altaf verið nátengd h\ort öðru !íkt og á Spáni. Vegna afturhalds beggja er mikill hluti þjóðarinnar orðin þeim andstæður, enda þó mjög mikill ineiri hluti þjóðarinnar hljóti ennþá að vera katólskur hvað trú snertir. Stjórn lýðveldisins samanstendur af rnönnum, sem eru vel mentaðir og vilja koma iandi og þjóð á nýtt framfaraskeið. P'orsetinn heitir Theophile Braga og er háskólakennari, hagfræð- ingur og skáld. Sagt er að páfanum þyki stjórnarbyltingin í Portúgaf ílls viti, og ekki er hún gleðiefni fyrir Spánarkonung eða konungs- sinnana á Spáni, þar sem Iýðveldishreyfingin er mjög sterk Og óánægjan með kyrkjuvaldið afar mikil. Snernma f október hélt hið svo nefnda “Ministers Institute” únítarakyrkjunnar í Austurfylkjunuin í Bandaríkjunum einn sinna venjulegu trúmálafunda í Marblehead Mass. Á fundi þessum vom rædd ýms mál, sem nú eru efst á dagskrá á meðal allra frjálslyndra rnanna, og höfðu verið fengnir til þess valdir fræði—og gáfumenn víðsvegar úr austurhluta Bandaríkjanna. Aðal málin, sem rædd voru, voru þessi: Guðshugmynd nútímans; notkun tákna í kristnu kyrkjunni; minnið frá sjónar- miði vísindalegrar sálarfræði; siðbótahreyfingin á sextándu öld- inni og forvígismenn hennar; persónuleg tilvera eftir dauðann; víðtækt hugsanalíf, og mótmælin gegn sögulegri tilveru Krists. Öll þessi mál voru rædd alveg hlutdrægnislaust, eftir ræðu- útdráttum að dæma, og um sum þeirra urðu umræður, sem lýstu að allir voru ekki á eitt sáttir. Nýja hugsanastefnan, sem nefnd hefir verið pragmatism, og sem próf. James við Harvard háskól- ann, sem nú er nýlátinn, var einn hinn helsti talsmaður fyrir, kom greinilega fram í sumum ræðunum, en henni var einnig harölega mótmælt. Fáir vildu fallast á að rannsóknir sálarrann-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.