Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 6

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 6
3° HEIMIR þessari rannsókn, veröur hreinsun og endurnýjun, á trúarbragöa kerfinu, svo það veröi samrýmarilegt viö þá þekkingu, sem meun hafa náö á náttúrunni og öfium hennar. Og þetta er stórt spor í rétta átt á menningar brautinni, sem eflaust þroskar mann- gildiö. Því þessi nýja stefna gengur undir frelsismerki kærleik- ans, setn er hiö sameiginlega andlega lífsafi ailra manna. Ég ætla ekki aö lengja þetta erindi mitt meö því aö ræöa um hin sérstöku atriöi í trúarbragða kerfinu. Meö því líka aö ég gjöri þá kröfu til allra hugsandi manna, að þeir sjái hver atriöin í þeim geti samrýmst viö heilbrigða skynsemi, og hver atriöin muni hafa sannleiksgildi. Þaö sem ég vil segja í þessu efni, er í stuttu máli þetta: Hver sú kenning, setn ekki er sönn, hlýtur aö veröa að engu þegar sahnleikurinn fæst, og menn geta ekki skoðaö ósannað þekkingarsáfn áreiöanlegan hluta, í þekkingar- heildinni. Og allra síst ættu inenn aö hafa ósannaðan trúar- grundvöll, til aö byggja á þekkingarheildina, því þá getur öll heildin hruniö þegar mest ríöur á aö hún haldist saman. Þaö eru nú þegar sönnuö óteljandi þekkingar atriöi í mörg- um vísindagreinum heimsmenningarinnar, sem allir geta lagt inn í þekkingar sjóö sinn. Og þaö, sem hugnæmast er fyrir alla kristna menn, þá stendur aðalkjarni kenningar Krists, kærleiks samband mannanna, óhaggaö fyrir Ijósi vísindanna, þaö er því óhætt aö kalla þaö algildan sannleik, og hafa þaö fyrir gröndvöll hins sanna manngildis. Kyrkjan hefur eins og kunnugt er, haldiö því fram, aö menn ættu að sýna hver öörum kærleika, af því einn af eiginieikum guðs væri kærleikur, en hún hefur ekki sýnt hvað þessi kærleikur er, eöa hinar eölilegu orsakir til þess aö menn eiga aö stjórnast af kærleika. Þess vegna verður ekki þessi kærleiks kenning kyrkjunnar aö fullum notum íyrir manngildið. Kærleikurinn veröur ekki fenginn meö persónuleguin samningi t. d. Ef þú gjörir þetta þá skal ég gjöra hitt. Það er enginn milliliður milli inannsins og kærleikans. Af því að kærleikurinn er ótæmandi alheims afl, sem rennur gegnum alla tilveruna, frá hinni alfull- komnu alheimssál guðs, og af þvf að maðurinn er frjáls persónu'.eg heild, þá er þaö á hans valdi, að fullkómna og göfga

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.