Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.10.1910, Blaðsíða 15
H E I M I R 39 Að venja sig á að trúa. Þaö er göniul hversdagsheimspeki aö maöurinn sé ekkert nema vaninn. Auövitaö er það ofsagt, en engum mun þó blandast hugur um, aö mjög mikið af lífi hvers manns er það sem þaö er aðeins vegna vanans. Einn hinn skarpskygnasti sálarfræöingur, sevn uppi hefir veriö, próf. William James, segir í einu af ritum sínurn, aö ef menn á æskuárunum vissu hversu fljótt þeir veröa samanhnýttir vanabögglar (bundles of habit), þá rnundu þeir hugsa betur um á hvaö þeir venjasig. Hann drepur hér á mjög alvarlegt efni, nefnilega þaö, aö helmingurinn, og þaö jafnan verri helnringurinn, af öllum voruin vana er ósjálf- ráður; þetta eöa hitt er oröiö aö vana áöur en nokkur veit af. Uppeldisfræöin og uppeldisaöferöirnar, sem notaöar eru bæöi í heimahúsum og skólum yfirleitt, stuöla mjög aö venja unglingana í hugsunarleysi. Viljaþrekiö er hálfkæft niöur vegna þess aö svo Iítil áherzla er lögð á aö þroska það. Því verður sanrt ekki neitaö að mikil umbót hefir átt sér staö í þessu efni á síðari tímum og meiri umbóta má vænta í framtíöinni. I trúmálunum birtast öll einkenni mannlegs sálarlífs með mjög sterkum dráttum. Þar veröur meövitundin um ófullkom- leika aö hálfgeröu brjálæöi hjá sumu fólki; þar veröur sálarró- semin svo stööug að ekkert getur haggað henni; og þar verður vaninn svo rótgróinn að jafnvel engin öfl geta upprætt hann. Katólska kyrkjan hefir séö þennan sannleika og hún heiir notaö sér hann. Hún eyöir stórfé til barnaskóla þar sem alþýðu- mentunin er kostuö af alrnannafé og trúarbragöakennsla útilokuð, og þaö er gert í þeim tilgangi eingönguað venja börnin á katólska trú; þaö er, að venja þau við siöi katólsku kyrkjunnar, því um skilning á trúarskoöunum getur auövitaö ekki veriö að ræða. Sú bjargfasta sannfæring katólsks fólks að þess kyrkja og engin önnur flyti hina einu sönnu trú er vanasannfæring, sem eklci er grundvölluð á neinum samanburöi eöa skynsamlegri umhugsun.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.