Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 6

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 6
54 HEIMIR dóminum hafa Slavneskar þjóöir aldreiátt, en Greifann Tolstoy. Og ókomnum öldum gleymist það ekki, og þærkrefja þá stofnuu fulls reikningsskapar við minninguna hans, er telur sig undir nafni Krists, en hlaðið hefir vfir hann ofsóknum Og svívirðingum lifandi og dauðann.----(Framh. æfiágrip í n esta blaði) R. P. Únítaratrúin Fyrirlestur fluttnr ií kyrkjuj'ingi íslenzkru línítara í Vesturheiini í júní, 1910, af G. Arnasyni. (Framhald) í þessu mjög stutta og ófullkomna yflrliti yfir únítarísku stefnuna á vissum tíinabilum, hefi ég leitast við að benda á þ<ð sem mér virðist hafa verið hinn rauði þráður.er renn'ur í gegnum allar stigbreytingar og tengir skoðanir, sem oft hafa verið næsta ólíkar, eftir því hverjar staölegar og títnabilslegar orsakir þær hafa haft, í eina vaxandi heild. Það er í raun réttri þýðingar- lítið, nema að maður sé að kynna sér hreyfinguna eingöngu frá sögulegu sjónarmiði, að fara nákvæmar út í, hvaða skoðanir únítarar hafi haft á hverjunt tírna viðvíkjandi hverju atriöi.sem á einhvern hátt snertir trúarbrögðin, eða hver hafi verið afstaða þeirra gagnvart hinu eða þessu í kenningum kyrkjunnar. Það sein mest er um vert fyrir oss nú, er að sjá, hvaða skoðanir það eru, sem nú eru alment viðteknar af únítör- um, og sem eðlilega verður að skoða seni afleiðingar af hinni ráðandi stefnu í liðinni tíð að nokkru leyti. Þeir sem að álíta nauðsynlegt að trúarskoðanir allra þeirra, er líka stefnu hafa, séu dregnar saman í trúarjátningu eða eitt- hvað þesskonar, er sé álitið að hafa bindand; sannleik að geyrna, mundu vilja segja, að það sé ómögulegt að vita hvaða skoðanir únítarar hafi, vegna þess að þær séu hvergi settar fram sem skoðanir,er þeir,sem nafnið bera,séu á nokkurn hátt skuldbundnir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.