Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 6

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 6
54 HEIMIR dóminum hafa Slavneskar þjóðir aldrei átt, en Greifann Tolstov. Og ókomnum öldum gleymist það ekki, og þær krefja þá stofnun fulls reikningsskapar viö minningun-i hans, er telur sig undir nafni Krists, en hlaðið hefir yfir hann ofsóknum ogsvívirðingum lifandi og dauöann.------(Framh. æfi.igrip í naesta blaSi) R. J'. Únítaratrúin Fyrirlestur fluttnr á kyrkjuþingi íslenzkra únítara i Vesturheixni í júuí, 1910, af G. Árnasyni. [Framhald') í þessu mjög stutta og ófullkomna yflrliti yfir unítarísky stefnuna á vissum tímabilum, hefi ég leitast við að benda á þ-B sem mér virðist hafa verið hinn rauöi þráður.er renn'ur í gegnum allar stigbreytingar og tengir skoðanir, sem oft hafa verið næsta ólíkar, eftir því hverjar staölegar og tímabilslegar ors^kir þ;er hafa haft, í eina vaxandi heild. Það er í raun réttri þýðingar- lítið, nema að maður sé að kynna sér hreyfmguna eingöngu frá sögulegu sjónarmiði, að fara nákvæmar út í, hvaða skoðanir únítarar hafi haft á hverjum tíma viðvíkjandi hverju atriði.sem á einhvern hátt snertir trúarbrögðin, eða hver hafi verið afstaða þeirra gagnvart hinu eða þessu í kenningum kyrkjunnar. Það sem mest er um vert fyrir oss nú, er að sjá, hvaða skoðanir það eru, sem nú eru alment viðteknar af únítör- um, og sem eðlilega verður að skoða seni afleiöingar af hinni ráðandi stefnu í liðinni tíð að nokkru leyti. Þeir sem að álíta nauðsynlegt að trúarskoðanir allra þeirra, er líka stefnu hafa, séu dregnar saman í trúarjátningu eða eitt- hvað þesskonar, er sé álitið að hafa bindand: sannleik að geyma, mundu vilja segja, að þaö sé ómögulegt að vita hvaða skoðanir únítarar hafi, vegna þess að þær séu hvergi settar fram sem skoðanir,er þeir.sem nafnið bera,séu á nokkurn h;Ut skuldbundnir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.