Heimir - 01.11.1910, Side 8

Heimir - 01.11.1910, Side 8
56 H E I M I R v guðstrú sinni. Sumir þeirra trúa ákveðið að guö sé persónuleg tilvera, aðrir trúa jafn ákveöið aö hann sé ópersónulegur og • fleiri skoðana skifti mætti benda á, en þess gerist ekki þörf, þ\í hér er að ræða hvaö sé sameiginlegt. Þýöingamesta atriðið í öllum trúarbrögðum,annað en skoð- • anirnar á hinni óþektu tilveru, er siðferðisbreytnin í víðtækasta skilningi. Hver hún er fer óhjákvæmilega eftir því hvaöa grundvalla skoöanir menn hafa á manneðlinu. Vísindi nútímans hafa kent oss mjög mikið urn manninn, uppruna hans og h'f, sem hefir algerlega kollvarpað mesta fjölda af eldri skoðunum um sama efni. Afleiöingar þessarar vfsindalegu fræðslu, frá sið- ferðislegu sjónarmiði skoðað, eru, að menn nú líta á mannlíhð sem framför og þroskun af lægri stigum á hærri. Það er fratn- för mannsins og sívaxandi fullkomnun í þessum heimi, b\'gð á vísindalegri þekkingu nútímans, sem únítarar hafa gert að aðal skoðun sinni viövíkjandi mannlífinu. Þeim ber saman um aö eftir því sem manninum fari meira fram í sönnum skilningi,eftir því verði hann betri og fullkomnari. Þeim ber ekki saman u n æfinlega með hvaða ráðum eða hverskonar mannfélagsfyrirkomu- lagi eigi að flýta fytir þessurn þroska upp á við og fram á við, og þess vegna er únitaratrúin ekki nein ein tegund af urnbótatil- raunum. Hún þvert á móti getur notað allar umbóta tilraunir, ef þær aðeins hafa meiri og sannari fullkomnun fyrir markmið. Það liggur í augum uppi, að únítarar verði algerlega að hafna öllum skoðunum um óíullkomleika og synd, sem byggjast á þeirri hugrnyud, að maðurinn einhvern tíma hafi fallið og þar með flutt ófullkomleikann inn í heiminn. Það, eins og allir vita, er kentting allra orpódoxra kristinna trúarbragða, en urn leið kenning,sem er algerlega gagnstæð allri þekkingu nútímans. Hvergi gætir áhrifa leiðtogans eins mikið og ein.iiitt í trúar- brögðunum. Þaö eru engin undur þó að mannkynið fyr á tímum hvað eftir annað gerði hina trúarbragðalegu leiðtoga sína að guðum, því þeir voru rnennirnir, sem dýpstu áhrifin höfðu skilið eftir í andlega lífinu yfirleitt. Unítarakyrkjan er ekki leiðtogalaus fremur en aðrar kyrkjur, en hún hefir alveg sér- staka afstöðu gagnvart leiðtogum sínum. Yfirleitt hafa

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.