Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 10

Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 10
58 H E 1 M I R til sé frjáls vilji, sein getur valiö og hafna'ö, sem getur beitt þeim kröftum, er hann á yfir aö r.iöa samkvæint innri hvöt. Frelsi, í hvaöa skilningi sem oiöiö er notaö, þýöir ákveöiö ástand ein- hverra manna, annars þýöir þaö ekki neitt. Og trúfrelsi eöa skoöanafrelsi, eins og réttara er að nefna þaö, er þetta ástand manna meö tillititil trúarbragðanna. Unítaratrúin er þesskonar andlegt ástand, eins og öll saga hennar hlýtur aö sanníæra oss um. Framför er hún á þann hátt, aö hún tekurá móti hverjum nýjum sannleik, sem á einhvern hátt getursnert lífsskoðanirnar, og sannleikur. sem ekki getur gert það, er vandfundinn. Fram- förin er annaö meira en breytingin eintóm, hún er notkun liins nýja sannleiks i þjónustu mannsandans. Þaö væri hægt aö segja miklu meira um hvað únítaríska stefnan er, ef tími leyfði. En ég tók fram í byrjun að örstntt yfirlit yfir þaö, sem mér virtist þýðingarmest, yrði að nægja. Hvort mér hefir tekist aö benda ykkur á kjarna hennar veit ég ekki, en ég heli leitast viö að draga fram það sern hefir ráðiö stefnunni sögulega og það sem nú er skoðanir únítara yfirleitt í þeirri von. Ég vil aðeins að endingu taka fram, að öll trú, hverju nafni sein hún nefnist, og allar lífsskoðanir, hvert svo seni innihald þeirra er, spretta upp af sálarlífseiginleika sem er mann- kyninu eiginlegur og sem efalaust er þannig til orðinn.að rnaður- inn, sein vera nreö sjálfsmeðvitund, getur sett sjálfan sig í sam- band við allan sinn umheim, hvort sem hann er stór eöa smár, sem heild fráskilda sjálfum sér, en þó um leiö innibindandi sig sem einn örsmáan hluta þess sem er. Trúarbrögðin eru þá til- raunir manna til að þekkja og skilja þennan urnheim og þá veru, sem er sér hans meðvitandi, en að þekkja og skilja þannig, aö sem flestum þörfum mannlegrar sálar sé fullnægt. Únítaratrúin er ein þess háttar tilraun, tilraun, sem hver fylgjandi hennar veröur að vera sannfærður um að sé sannari og betri að ein- hverju leyti en aðrar, án þess þó aö viðurkenna eklci að fullu þaö sanna og rétta í öörum. En það sem gerir hana sannari og réttari en aörar er traustiö á manninn, trúin á þroska hans og framför og vissan um aö hinn frjálsi andi sjái lengst og sjái það sannasta. Aö þaö sé hiö heppilega hlutskifti únítara, að hafa

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.