Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 11

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 11
HEIMIR 59 þetta traust, þessa trú og þessa vissu, í þeim mæli, semfáiraörir hafa hana í, held ég að sagan og' sannreyndir nútímans sýní ótvíræðleya. Modernista hreyfingin innan Kaþólsku kyrkjunnar F>'rirle'stur fluttur ákyrkjuþingi Unítara í júní 1910 af séra AlbertE. Kristjáussyni. Ekkert þvingunarvald getur haldiö mannsandanum í œvar- ondi ánau'ö. Móti eldi og stáli; mó.ti píslum og hörrnungum af öllu tagi,—líkamlegum og andlegunv—le'ggur hinn framgjarni andi mannsins leiö sína áfram og upp á við,--upp altaf upp, þangað sem loftið er hreinna og heilnæmara og sjóndeildarhring- urinn víðari og útsýniö fegurra. Þaö hafa verið lagðar ótal torfærur í veginn af heimskurn og skarnmsýnum mönnum, á liðinni tíð, og enn er sú saga endurtekin dag eftir dag á vorri eigin tíö. En áfram, áfram þó yljunum blæði halda hetjur andans, er fara í broddi fylkingar í sigurför mannkynsins til æ meiri og meiri þekkingar og frelsis; til fegurra og fullkomnara lífs. Það er satt í meir en einum skilningi að, "ógurleg erand- ans leið upp á sigurhæðir," En þrátt fyrir allar tálmanir; þrátt fyrir það þó stundum virðist lítið eða ekkert miða, þá getur þó enginn, sem söguna les, efast um að leið mannkynsins erstööugt áfram og upp á viö. Enginn bálköstur, engin hnútasvipa, enginn rannsóknarréttur, engin bannfæring, enginn óskeikull páfi, engin óskeikul biblía hafa ennþá megnaö eða munu nokk- urn tíma megna að stöðva framþroskun mannlegrar sálar. I þessum næstum því ahváttuga krafti mannssálarinnar að brjóta af sér fyr eða síðar alla hlekki, sé ég guðeðli hennar. Það er líka annað atriði, sem hver sá, ersöguna les með athygli, hlýtur að veita eftirtekt. Það er að frjáls rannsókn gjörð af ólíkum mönnum, er skoða máske frá gagn ólíku sjónarmiöi, leiðir oftast að einni Og sömu niðurstöðu í grundvallar atriðum,—og þaö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.