Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 12

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 12
6o H E I M I R jafnvel í guöfræöi. Sem dæmi þessu til sönnunar er hér upp- tekning úr bók, sem er alveg nýkomin út :—"Trúarbrögð" (religion) er nafniö, sem vér gefum voru guöelskandi lífi, sem alltaf er aö þroskast í guödómsártina. . . . kristnin er guösdýrkan ......kristin kyrkja er bræSralag lærisveinar Kists; og sú kyrkja er bezt og sönnust kyrkja, er kennir á hreinastan og fullkomnast- an hátt krists-líferniS, krists karakterinn." Ég væri nú alls ekki undrandi yfir því, þó einhverjir kæmust aö þeirri niöurstööu, a5 höfundur þessarar bókar sé Unítari. Hann gæti verið þaö að svo miklu leyti er viökemur þeim skoSunum, er felast í orSunum, sem ég hefi tekiö upp. En hann gæti líka veriö Lúterskur eöa Baptisti eöa Methodisti eða Presbyterian, en hann er nú samt ekkert af þessu, heldur er hann kaþólskur prestur. Og eftir aö hafa þannig skýrt hvað sé trúarbrögö, og hvaS sé kristindómur, í innsta eSli sínu, heldur hann áfram á þessa leiö : "Enfremur, eru trúarbrögðin ekki hin eina starfsemi mannsandans. I öllum öSrum deildum hins æðra lífs veröurn vér einnig aö þroskast. Vér verSum að vera ætíö reiöubúnir til að kasta frá oss hinu smærra og rétta út höndur vorar eftir því stærra. Þroskun { sannleik og frelsi erlögmál hinnar kærleiksríku forsjónar, erhefir gjört úr oss menn. Og alveg eins og þaö er aöeins rangsnúinn og afskræmdur kristindómur, sem getur komiö íbága viS siöferSi, eins er þaS aöeins rangsnúinn og_ afskræmdur kristindóniur, sem getur komiS í mótsögn viö þessar aSrar tegundir mannlegrar þroskunar." Þessi rödd er aSeins ein af mörgum samskonar röddum, sem láta til sín heyra á þessum yfirstandandi tíma innan kaþólsku kyrkjunnar. Köddum þessum fjölgar ár frá ári. Þær tala æ skýrari og sterkari rómi eftir því sem þær eru meir of- sóktar og reynt er til aS þagga þær og kæfa. Þær koma frá nálega öllum löndum sem rómversk-kaþólska kyrkjan hefir fengiö fótfestu í. Allar til samans hafa þær veriö nefndar "Modernismus" (nútíSarstefna). Þær hafa lfka verið kallaðar "kaþólskur Eiberalismus" (frelsisstefna). Hvortveggja þessara nafna er að nokkru leyti réttnefni á þessari hreyfingu. Bæði til samans gefa þau rétta hugmynd um það, sem aðallega einkennir hreyfinguna, og sem er sameiginlegt með öllum fylgjendum hennar,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.