Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 13
alstaöar. Aö sönnu eru þaö nokkuö mismunandi kringum- stæöur og atvik, sem hafa komiö henni af staö í þessu landinu eöa hinu, og þaö er því ekkert eitt ákveöiö “prógram,” sem allir modernistar hafa til samans; heldur hefir hiö sérstaka ástand kyrkjunnai og afstaöa í hverju landi fyrir sig skapaö stefnu- skrána fyrir þaö land. (Á þetta ætla ég aö benda frekar síöar.) En þessi tvö einkenui eru sameiginleg meö öllum modernistum: 1. Þeir eru nútíðarmenn er finna nauösyn til aö endurskoöa tniöalda guöfræðina og fella úr henni þaö sem ekki samrýmist viö nútíðar vísindi og nútíðar menning. Þeir vilja umskapa trú sína og guðfiæði þannig, aö þaö samrýmist sem bezt við þaö sannasta og göfugasta í þekking og siöinenning þessara tíma. 2. Og þeii eru frelsis-vinir. Þeir eru óviljugir aö beygja sig undir vald þaö, sem er byggt á miöalda stjórnar fyrirkomulagi; vald sem er í höndum eins manns, er enga ábyrgö ber á gjöröum sínum; vald sem hefir stööugt verið brúkaö til aö halda mönnum í andlegri ánauð. Þeir búa í löndum, þár sem lýðveldi og full- trúa stjórn er fyrir löngu búin að ryðja úr vegi einveldi og konungsstjórn, og þeir vilja laga stjórn kyrkjunnar og sníöa hana ineir eftir því fyrirkomulagi, sem bezt hefir reynst og er mest við hæfi nútíðar manna í veraldlegum málum. Þeir eru partur af þeim straumi nútímans, sem hefir hrifið flesta af heim- sins þjóöuin og er aö færa þær meö sífelt auknum hraöa í áttina til fullkoininnar lýöstjórnar (democracy). Einkunnar orð allra Modernista gætu fullvel verið : “truth, liberty, fraternity,” (sannleikur, frelsi, bróðerni). En eins og jeg hefi áöur bent, á hafa modernistarnir ekkért eitt ákveðið prógramm. Oft og tíöum er takmarkiö, sem stefnt er að óákveðið, og stefnan óformuð. Fyrir þessar ástæð- ur er mjög erfitt aö skilja til hlítar og meta réttilega þessa umbóta öldu innan hinnar miklu rómversk-kaþólsku kyrkju. Enda er þaö æfinlega örðugt verk, aö dæma um samtíðarhreyf- ingar og meta rétt þýöing þeirra fyrir framtíöina. Ég get ekki vonast eftir aö geta gefið í þessum fyrirlestri sögu þessarar stórvægilegu og mikilsvaröandi framfara hreyfingar. Ég get ekki einusinni getið allra þeirra viðburöa, sem nú eru aö gjörast

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.