Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 14

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 14
62 HEIMIR í ýmsum löndum, eða minnst á alla mennina, sem eru aö hjálpa til aö skapa einn merkilegasta þ'áttinn í trúar- og menningar- sögu mannkynsins. Eg verð aö gjöra mig ánægðan með að benda á sum aðal atriöin og sumaaf aðal mönnunum, sem mest koma við þessa s?;gu. Ef ég get gjört það á þann hátt að þér sem til mín heyrið getið betur fylgst með framhaldi sögunnar en ella, væri þessum tíma ekki eitt rrieö öllu til ónýtis. En til þess aó skilja hin meir og minuna sundurlausu atriði, er ég verð að velja úr til fráskýringar hér, er nauðsynlegt fyrst að gjöra sér nokkra hugmynd am ástandið innan kyrkjunnar, sem hefir valdið þessum umbrotuni. Tiidrögin verða auðvitaö í raun og veru rakin langt aftur í tímann, en ég verð að gefa hugmynd um hið núverandi ástand í fáum dráttum. Til þess aö gjöra það veit ég ekkert betra ráð en að segja yður sögu : LEO TAXIL Aríð 1897 var niðurlægingar ár fyrir mentaða og vitiborna kaþólska menn. Það var á annan dagpáska (19. apríl) það ár, að LeoTaxil (réttu nafni Gabriel Jo^and) skýrði frá þyí frarnmi fyrir 300 manns—mest prestum og prelátum kyrkjunnar—hvernig hann hefði haft þá að leiksoppi í samfleytf tólf ár. En ég verð að segja ágrip sögu þessarar eins og hún gjörðist: Arið 17 17 var frímúrara félagið fyrst stofnað í Lundúnum á Englandi. Það samanstóð af mönnum, sem höföu fengið ótrú á kreddum og trúardeilum ensku og skozku kyrknanna. Arið 1740 voru 115 stúkur í Lundúnaborg einni. 1725 var stúka mynduö í París, 1733 í Flórenz. Þar mætti félagið strax óvináttu frá páfanum, Clemens XII. Hann talaði á móti því í páfabréfi, 1738. Það var einnig fordæmt af Benedikt XIV, 1750, og öðrum niður til Píusar IX, 1865 og Leós XIII, 1884. Áhrif þess voru orðin aukin af vinum páfans, sem héldu því fram, að frí- múrarar væru að undirbúa alheims samsæri til aö kollvarpa bæði ríki ogkyrkju. Sannleikurinn er, að í Englandi og Amer- íku hafa þeir ekki haft neitt annað markmið en félagslíf sín á milli, og aðeins í kaþólskum löndum hafa þeir verið uppreisnar- afl, er unnið hefir að því, að slíta bandið milli ríkis og kyrkju- í Belgíu, Frakklandi, Portúgal og Spáni hafa þeir verið riönir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.