Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 16
64 H E I M I R á yfirnáttúrlegan hátt, af völdum djöfla þeirra sem fríinúrarar dýrkuðu. Hún hafði lært alla leyndardóma reglunnar, en síðar hafði hún yðrast og gengið inn í kaþólsku kyrkjuna. Bækur þær sem Taxil skrifaði úr því um djöfladýrkun frímúrara voru aö miklu leyti játningar ungfrú Vaughan. Það komu út íjögur bindi af þessu ritverki. Bækur þessar voru fullar af ýmsu van- sæmi og ómögulegum kynjasögum. Þrátt fyrir þaö fengu þær meðmæli kaþóiskra klerka og biskupa og voru lesnar á kaþólsk- um heimilum sem góðar guðsorða bækur. Sein sýnishorn af innihaldi þeirra eru til dæmis frásagnir um ósæmilegt framferði frímúrara kvenna í musteri gyöjunnar Aslarte, í Charleston, í suður Carolina ríkinu; um það hvernig áhöld er frímúrarar brúkuöu við djöfladýrkun sína væru soöin yiö eld helvítis undir hervirkinn í Gibraltar; um trúlofun Sophíu Walderi og púkans Bitru, sem kom í höggormslíki, vafði sig utanum hana og skrifaöi meS sporðinum á bakið á henni spádóm um það að hún ætti á vissum degi að fæða af sér ömmu Anti-Krists. Bæknr Taxils höfðu mikla útbreiðslu og hann hafði saman niikið fé fyrir þær. Árið 1887 fór Taxil til Róm og átti tal við páfann og hlaut blessun hans. Bækur hans voru þýddar á Ensku, Þýsku, Spönsku og fleiri tungumál. Nokkru seinna byrjaði Dr. Hacks að gefa út rit er hann nefndi "Satan áTuttug- ustu Öldinni." Árið 1897 játaði hann við blaðamann nokkurn, að hann hefði séð tækifærið til að haía peninga upp úr trúgirni kaþólskra manna og þá hefði hann farið að semja þessar sögur sínar. Prestar og Biskupar trúðu óhikandi. Dia^.a Vaughan skrifaði atriði úr æfisögu sir.ni, sem hún sendi Parocchi Cardinála í Genoa. Hún fékk þakklætirbréf frá honum fyrir þessa sendingu. En nú kom upp forvitni hjá mönnum að sjá ungfrú Vaughan, en klaustrinu, sem hún var höfð í var haldið leyndu, og fengu menn ekki að vita hvar hún var niður komir.n. Taxil hafði þó gjört hana kunnuga fáeinum biskupum og Cardinálum, og við þau tækifæri lék hún sína "rullu" svo vel að þeir voru sannfærðir um þaö, að hún væri það sem hún sagðist vera. En efasemdirfóru að koma upp, einkum á Þýskalandi, og létu einn eða tveir jafn- vA í ljósi þá skoðun sína að Diana Vanghan væri ekki til. Á

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.