Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 17

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 17
H E I M I R 65 6 kyrkjuþing í Trent árið I°y6 var þetta mál tekiö til meöferðar. Taxil sat á því þingi í mesta yfirlæti. Mynd af honum var hengd upp meöal nrynda af öðrum helgum mönnurn og dýrling- um. Sannanir voru færðar fram fyrir tilveru Díönu Vaughan. En tveir Þjóðverjar voru nógu djarfir til aö neita því að trúa frá- SÖgnum hennar og tilveru. Var þá sett nefnd í máliö- Nefnd þessi gat hvergi fengið skýrteini frá neinum biskupi kyrkjunna um yörun og skírn ungfrú Vaughan. Foru þá blöð Og tímarit Jesúítanna að láta minna til sín heyra um þetta mál. Ariö 1897 gjörði Taxil játningu sína eins og fyr var frá skýrt. Hann gjöröi þaö á þann hátt aö hann efndi til samkomu mikillar í sal Landafræðis félagsins í París. Hann auglýsti mikið og tnerkilegt prógram. Þar komu saman um 308 manns, mest prestar og háttstandandi embættismenn kyrkjunnar. Þegar allt var undirbúiö kom Taxil sjálfur fram á ræöupallinn og skýröi frá því, hvernig hann heföi haft hina miklu kaþólsku kýrkju, nieð sínum óskeikula páfa, með öllum sínum klerknm, biskup- um og Cardinálum, aö leikfangi í tólf ár. Hann dróg þá sund- ur í háði og þegar hann haföi lokið erindi sínu gekk hann út úr sainum og þar með var skemtuninni lokið. Þessi saga sýnir ef til vill betur en nokkuð annað ástandið innan kaþólsku kyrkj- unkar; einkum þó menntunar ástand k'.erka stjettarinnar. AFLEIÐINGAR ÞESSA ATVIKS. Að sönnu höfðu margir af hinum vitibornari prestum kyrkj- unnar á Þýzkalandi verið farnir að mótmæla og gjöra uppreisn gegn þessu fargani áður en Taxil gjörði játningu sína; en allur fjöldinn bæði þar og annarstaðar trúði í blindni (eða lézt trúa) til hins síðasta. En við játninguna kom hik á marga hinna trúuðu. Margir franskir prestar þoldu ekki srnán þessa og gengu úr kaþólsku kyrkjunni. Atvik þetta hafði líka aðrar af- leiðingar. Það kom því til leiðar að klerkar fóru að hugsa al- varlega um ástandið innan kyrkjunnar og heimta betur menntaða prestastjett. Andlegir straumar, hugsunar og rannsóknar sem hingað til höfðu veriö stíflaöir, löngunin, sem hingað til hafði verið þögul, eftii því að kyrkjan semdi sig meir eftir nútíðar menning; hin heita, djúpu þrá eítir því a8 kaþólsk guðrækni

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.