Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 19

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 19
H E I M I R 67 Móöurhendur. Saga Eftir Bjöknstjerne Bjöunson. Framhald. "VitiS þiö hvaS hann var?" skrifaöi hann. Ef landslagiS, sein ég sé hér umhverfis mig talaöi nokkuö á samahátt og menn; ef aö dimmu háu skógansarnir svöruðu ánni þarna niöur frá, og þau færu aö tala sanian, fyrir ofan höfuöin á smákjarrinu, þá inundi þaS veröa eins og áhrifin, sem maður varö fyrir, þegar Karl Mander haföi talað s\ro iengi, aS hljómurinn af hinni djúpu rödd hans og hugsanirnar, sem hún flutti voru orSnar eitt. Ójafnt og meS fyrirhöfn, eins og hann inni fyrir væri í vand- ræSum, svo aS hann oft skifti um orS, komst hann aö sama efninu fr;> öllum hliSum. Hugsuniu varS aö lokum eins gegnsæ og smágert birkiblaö á móti sólunni." "Var þaS svo?" "Nei, gríptu ekki fram í fyrir mér. Mér virtist Kar! Mander oft svo ólíkur öSrum sem tilheyrSi hann' ekki sömu tegund. Hann var ekki eins og neinn sérstakur maður, heldur sem hópur af fólki. Hann fór fram hjá manni eius og straumur; eftir atvikum og landslagi, en án þess aS stuðnæmast. Þannig bæSi í orSum og gjörSum. Röddin var heldur ekki persónuleg, þaS var í henni eitthvað af þungum nið. Þung'.yndislega heillandi, hugnæmur hljómblær, en óbreyttur, stöðugur." "Það er áhrif hafsins mamma?" Móðirin var frá sér numin af endurminningunum, snör í hreyfingum, fjörug í málrómi og augnatillititi sem ung stúlka. Nú hægði hún á sér. "Eins og hafið segir þú. NeiJ nei, nei, ekki eins og hafið. Hafið er aSeins auga. Nei, góða mín, ekki hafið. Dýpi og leynda bletti meö þægilegri rósemi hefir hafiS ekki. Hjá honuru var traust og skjól, hann sýndi hið hlýjasta vinarþel. Taktu eftir: "Karl Mander var útvalinn," skrifaSi hann, "útvalinn til sendiboða áður en fólkið sjálft gat komið. Útvalinn af þvíhann var góður og saklaus; erindi til framtíSarinnar grugguðust ekki í sál hans."—"þetta er fallegt."

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.