Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 20

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 20
68 H E I M I R ' Geturðu ímyndaö þér barn hversu hrifin ég var. Ég, sem haföi haft óljóst hugboS um aö alt, sem ég var u.nkringd af, væri óærlegt og svikiö. Hér var eitthvaö sem var ærlegt og ósvikið! Og hann sjálfur ! Viö konur elskurn ekki það sem érgöfú^t aðeins vegna þess að þaö er göfugt. Nei, þaö veröur að vera óstyrkt líka, þaö verður á einhvern hátt aö þurfa hjálpar okkar. Viö verðum aö sjá hlutverk. Og þú getur ekki hugsaö þér hvaö hann var styrkur og óstyrkur." "Hvernig óstyrkur mamma?" "Já, en aö koma þangaö drukkinn !" "Já, auðvitaö 1" Og það hvernig hann lét hugsanirnar í ijósi. Hann fann ekki réttu orðin strax, stóð og skifti um mitt í straumnum!__Ef hann tók eitthvað í hendina þá stóð hann með þiö á meðan. Væri það vatnsglasið, og þaS varoftast vatnsglasiS, þí hélt hann þétt o» fast utan um það, og hélt hendinni hreyfingarlausri glassins ve°-na í stundarfjórðung. ' Hann var að öllu leyti svo átakanle°-a ein- feldnislegur, eða hvað ég á að kalla það. Hann var spámaður. en engin boðskapsflytjandi,- -já, ég var víst búin að segja þér það. En spámenn eru alt öðru vísi en annað fólk. Þeir vira ekki hvað þeir eiga að gera af sjálfum sér, þeir finna ekki minstu vitund til sín. En hvað mig langaði til að ganga til hanso^taka af honum mansjetturnar! Maður gat séð að hann var ekki vanur við að hafa þær. Einhver hlaut að hafa sagt honum, að það væri óviðeigandi að tala í ræðustól mansjettulaus. Þær voru alla-r orðnar bögglaðar og höfðu losnað, eða máske aldrei verið festar og hólkuðust fram á hendurnar á honum. Hann barðist við þær. Vestið hans fór líka ílla, því var skakt hnept held ég, og gúlpaðist út öðru megin, og það sást í annað axla- bandið—það leit svona út frá mér að sjá að minsta kosti, sem sá á hliðina á honum, og þar sem birtan féll mest á hann. O" þessi stóri sterklegi maður með höfuðið beygt áfranv__Það komu tár í augun á mér. Því hver hefði ekki getað fylgt honum ? Ég fann til þess eins glögt og f undið verður, að honum varð að hjálpa. Ég skildi ekki að ég ætti að hjálpa honum, ég

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.