Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 21

Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 21
HEIMIR 69 hugsaði aðeins utn aö einhver ætti aö láta sér ant um hann og hjálpa honum. Hér náðu endurminningarnar svo miklu valdi yfir henni, að hún gat ekki haldið áfram, en sneri sér undan. í augum dótturinnar var móðirin algerlega umbreytt. Þetta var ekki hún, sem stjórnaði og leit eftir öllu heima fyrir, sem sendi henni hyggilega og vel orðuð bréf. Hvílík ástríða, og hvað hún gerði hana fallega ! “Hvernig gekk það til fyrir þér móðir mín ?” Þannig, aö ég eins og vissi ekki af ntér. Við fórum þaðan í burtu daginn eftir og komum þangað sem báðir búgarðarnir hans voru. Svo mikið hugsaði ég þó, að þegar nokkuð af okkur varð að gista á bæjunum í kring, valdi ég gistingu á þeim bænum, sem var næstur hans bæ. Og þegar ég gat ekki lengur yfirbugað æsinguna, sem í mér var, skrifaði ég honum nafnlaust bréf. Eg bað hann um að tala við mig. Hann gæti mætt mér á veginum á milli bæjanna, hann lá í gegnum skóginn hans. Bréfið lét ég í póstkassann hans við yeginn. Þú getur hugsað þér hvernig tilfinningar mínar vóru, þegar þú heyrir, að ég setti mótið klukkan tíu, því þá hélt ég að yrði orðið dimt. Ég hafði ekki gætt að því, að við voruin komin svo norðarlega að það var bjart þá. Eg þorði þess vegna ekki að faia út fyr en kiukkan ellefu, því þá var ég viss um að ég tnundi ekki rekast á neinn. En þar gekk hatin! Þrekinn og álútur, með hattinn í hend- inni, saman vafinn eins og hnykil, kom hann skref fyrir skref, feiminn, glaður og vandræðalegur. “Ég vissi að það voruð þér,” sagði hann. ’“En mamma, hvað gerðirðu ?” Ég skildi ekki þá í svipinn, hvaðan ég haföi fengið kjark ! Já, ég vissi eklci, hvað ég vildi honum ! Ég hefðt getað snúið við og hlaupiö í burtu, þegar' ég sá hann. En einkennilega göngulagið hans, þessi föstu, löngu skref og hatturinn í hendinni og höfðið með ógreidda hárinu—ég eins og mátti til með að sjá.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.