Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 23

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 23
HEIMIR 71 því, hvort hann ekki ætlaði að verSa prestur einsog faöir hans, en hann svaraöi: "Ekki svo lengi sem ég liri frú Murray, ég ætla ekki að vera uppá kristiS fólk komiö með þaS sem ég þarf til að lifa á, ég hefi séð allt of mikið af því." HvaS hafSi hann séS ? ¦ Yfirdjáknann viö kyrkju föður hans standa upp eftir messu sunnudagsmor.gunin næstan á undan og betla um samskot upp í ógoldiS kaup prestsins. "Það þarf að fara aö borga prestinum okkar," sagSi hann. "Ég sé að það eru komnir snjáðir blettir á frakkann hans og skóhlífarnar hans eru orSnar lekar." Meðan á þe'ssum Iestri stóð hallaðist presturin álútur fram á prédikunarstólinn,en kinnar drengsins þrútnuðu af bræði. í allvel efnaSri sókn einni út til sveita átti presturinn inn i allmikið af kaupi sínu ógoldnu. Móðir hans dó. og tvær hjarta góSar konur í sókninni, er réttilega gizkuðu á aS nú mundi hann peninga þurfa, tóku sig til og stóðu við dyrnar um leið og fólk gekk inn til að hlýða á útfararminninguna í kyrkjunni. Tár- fellandi og með útréttum höndum báðu þær þá, sem inn gengu á þessa leiS;—"Þér vitið að móSir prestsins okkar er dáin og vér skömmumst okkar fyrir að vita til þess aö hún verði grafin án þess að það verði heiSarlega borgaS fyrir þaS." Er það að furða þó aS prestur sá svona svívirtur næstum segði sig frá sókn og prestsskap ? Er ástæSa til að furða sig svo mjög á því, þó að prestur einn, ekki alls fyrir löngu þegar féhirðir safnaðarins rétti honum fimm dollara seðil á kveldskemtun, þar sem þeir voru báðir staddir og sagði : "Takið við þessu prestur góður og teljið það upp í kaupi'ð yðar, þér þurfið kannske á því að halda áður ég kem með afgangin, svaraöi með dálitlum þyrkingi ; " Nei, vinur, ég er ekki ölmusu þurfi. Geym þessa peninga, en þegar þér hafið til ávísan fyrir því heila getiS þér látiS þá fylgja þar í." Er þaS svo óheyrilegt það sem prestur nokkur sagði um Ijármál nýskeð í ræðu ? " Þér borgið skólakennurum, þér borgiS embættismönnum bæjarins, þér borgiS lækninum, án möglunar, en þegar það kemur til þess að borga prestinum, þá

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.