Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 7

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 7
HEI MIR 79 kenningar Schells væru villukenningar. Viö þaö komst minnis- varöa nefndin í vandræöi, því ekki mundi þaö látiö afskiftalaust ef þeir reistu minnisvaröa yfir trúvilling, einkum þarsem nefndin samanstóö aö 25 prófessorum í guöfræði, Erkibiskupinn af Báinbey og biskupinn af Regensburg rituöu þá bréf til Merry del Val (skrifara páfans) og sögöu honum, aö þeir heföu aöeins ætlaö aö sýna veröskuldaöa viröitigu manni er heföi beygt sig undir vald kyrkjunnar. Skömmu síöargáfu þessir tveir biskupar út yfirlýsing um aö þeir fyrirdæmdu villur Schells, aö svo iniklu leyti sem kyrkian fyrirdæmdi þær, og aö þeir efuöust ekki um aö kyrkjan heföi haft góöar og gildar ástæöur fyrir gjöröum sínum í þessu máli. Þeir kváðust vera meölimir minnisvaröa- nefndarinnar sem merki um vináttu viö mann, sem heföi dáiö f friði og sátt viö kyrkjuna. En Merry del Val slakaði ekkert til og páfabréfið til Commers varð aö prentast í öllum blöðum kyrkjunnar á Þýzkalandi. Schell var þannig brotinn niöuraf kyrkjunni. En þó kyrkj- an gæti þannig kúgað einn mann og þaggað niöur eina frelsis-rödd, eina rödd, er vildi verða henni til bjargar, hafði hún alls ekki þar meö losað sig viö Modernismus á Þvzkalandi. Arið 1901 haföi komið út önnur bók er nefndist: “Kaþólskan og Tuttugasta Öldin í ljósi kyrkjulegra framfara nútíöarinnar. ” Höfundur þessarar bókar var Albert Ehrhard, prófessor í háskólanum í Vínarborg og einn hinna frægustn lærdómsmanna nútímans, einkum í kyrkjusögu. Eftir að Schell haföi oröið aö lúta valdi páfans og kyrkjunnar, haföi komiö upp alvarleg og yfirgrips- mikil hreyfing í Austurríki. Hreyfing þessi var í því fólgin aö menn fóru í stórhópum út úr kaþólsku kyrkjunni og yfir í mót- mælenda kyrkjurnar. Tildrögin til hreyfingar þessarar voru aö miklu leyti þjóöernisspursmál. Hreyfingin breiddist út um önnur Evrópulönd og tapaöi kyrkjan mesta fjölda sálna í þeirri skorpu. Saga þessa atburöar er talsvert merkileg og mikils- vaiðandi, en ég get ekki tekiö hér tíma til aö rekja hana, því ég verö aö fara fijótt yfir sögur til aö geta minnst á þá menn og atburði, er ég haföi hugsaö mér aö geta um. En þessi hreyfing var enn eitt vopn í höndur Modernistanna,þeir gátu brúkaö hana

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.