Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 8

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 8
8o HEI M I R til að gefa umbótakröfum sínurn frekari áherzlu. Og Ehrhard notaSi hana á þann hátt. ÞaS var tilgangur lihrhards, eins og Schells, að færa vörn fyrir kaþilskuna (eða þaö sem þeir meintu með kaþólsku). Þeir vildu reyna að bjarga kyrkju sinni tneð því að endurbæta hana eftir þörfum og kröfum nútímans (þetta er tilgangur allra kaþólskra Modernista) Ehrhard reyndi að sýria fram á að kaþólskan væri ekki “dauð eftirstæling liðinna tíma,” er ekki gæti samrýmst h'fi nútímans, og rð hún væri ekki ómöguleg til að halda virðingu hins mentaðra fólks, er nú væri stöðugt að fjarlægjast hana. Sá setn les bók hans veröur þess samt fljótt var, að kaþólskan, setn hann et þar aðtala urn, erekki sömu tegundar og sú, sem kemur t'rarn í ‘Syllabus” Píusar IX, til dæmis. Jafnvel í bók Schells var það full ljóst að kaþólska þýddi ekki þar abeins summu allra kenninga og játninga kyrkjunnar, án þess að gjöra á þeim nokkurn greinartnun. Kaþólska þýddi hinn ynnri kjarna kristindómsins er þyrfti að losna við margt af því, sem hefði vaxið utan um hann gegn um aldirnar. Þessi merking orðsins kaþólska kemur en greinilegra fram hjá Ehrhard. I hverri baráttu fyrir framför og endurskoðun gamalla kenninga- kerfa er þetta mjög mikilvægt atriði. Það var einmitt rneð því að gjöra þennan greinamun á aðalatriðum og auka atriðum að mótmælenda hreyfingin byrjaði. Og það er aðeins meö því að vera sívakandi fyiir því að leggja altaf áherzluna á aðalatriðin, á kjarnann, frekar en ytri búninginn, er stöðugt tekur breyting- um, að mótmælenda stefnan hefir getað haldið sér í samræmi við framför mannsandans og hið vaxandi líf heimsins. Á þessu hefir þó viljað verða nnsbrestur af og til, jafnvel meðal mótmæl- enda, en afleiðingarnar hljóta æfinlega að verða hinar sömu lyr eöa síðar. Ehrhard meinar með orðinu kaþólska í raun og veru hiö sama sem mótmælendur kunna að rneina, þegar þeirtala uin, “Kristindóm,” þ. e. a. s. hina æðstu trúar- og siðfræðishugsjón mannlegs persónuleika. Hann biöur kaþólska menn að líta frekar hugsjón þá er kyrkjan táknar, en gjöra ekki hvert atriöi í hinum virkilega lífsferli hennar að helgidómi.er ekki megi hreyfa við eða breyta. Hugsjónin hefir ekki enn orðið fyllilega að virkilegleika. Öll saga kyrkjunnar er aðeins smáþokun í áttina

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.