Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 10

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 10
82 H E I M I R LEO TCLSTOY. (Æfiágrip) Leo Tolstoy fæddist 2° ágúst 1828 á greifasetrinu Yasnaya Polyana—nafniö þýöir á íslenzku Fögrnvellir—skarnt frá bænum Tula. Greifasetriö haföi gengiö í erföir frá einum af forfeðrum ættarinnar, sem þáöi það aö gjöf af Katrínu drotningu. Faöir Tolstoys haföi getiö sér talsveröan orðstýr í frakknesk-rússneska stríðinu. Hann var fríöur maöur sýnum og gleðimaöur mikill eins og flestir af stéttarbræörum hans, Tolstoy lýsir fööur sínurn í bókinni Bernska og Æska, sem hann ritaöi 1852, á þá. leiö, aö auðséð er, aö hann hefir ekki haft mikið ástríki á honum á bernskuárum sínum, enda misti hann hann þegar hann var aöeins tíu ára gamall. Hann segir meöal annars þetta um fööur sinn: “þaö er mjög vafasamt, hvort hann haföi nokkrar siöferðis- legar sannfæringar. ” Auðvitað þýöir þetta ekki að Tolstoy hafi álitiö fööur sinn lakari mann en rússneska aöalsmenn yfirleitt, en þaö sýnir, aö hann hefir ekki þózt sækja mikið af alvöru sinni til hans. Um móður sína, aftur á móti, talar Tolstoy mjög hlý- lega, og misti hann hana þó svo ungur, aö hann mundi mjög óglögt eftir henni. Efalaust hefir hann, eins og mörg önrxur mikilmenni, sótt meira til inóðurinnar en föðursins. Eftir dauða foreldra sinna var Tolstoy, ásarnt systkynum sínum, undir umsjón ættingja. Öldruö frændkona haföi mikil og góð áhrif á hann, og bar hann altaf mjög hlýtt hugarþel til hennar. Tolstoy var settur til náms, og var hann undirbúhyi undir háskólann af heimiliskennurum. Svo viröist sem mest ^f kenslunni hafi verið honum næsta ógeðfelt*. Margar mótsett^r tilfinningar geröu vart viö sig hjá honum strax í æsku. Segist hann stundum hafa þjáð sig og kvaliö á alla vegu-; lokaö sig inni í herbergi sínu og barið sig á balciö meö kaðli þar til hann grét af sársauka. Þess á milli, segist hann, hafa legiö tímunum saman hreyfingarlaus og lesiö skáldsögur og borðað sætindi, sem hann keypti fyrir sinn síöasta eyrir. “Efasemdir geröu mig því nær vitstola,” segir hann, “Þó ég væri aö hugsa um hversdagslegustu

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.