Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 13

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 13
HEIMIR 85 fööurleifö Tolstoys hafdi meöferöin á bændunum veriö í betra lagi. En nú vildi hann gera alt, sem unt væri til aö upplýsa þá, er þeir voru orönir frjálsir menn. Hann kom því á fót skóla fyrir þá, lagöi stund á aö kynna sér búfræöi, til aö geta verið þeim hjálplegur viö jarðyrkjuna og reyndi á allan hátt að bæta hag þeirra. Sumar af þessurn umbóta tilraunum hans bannaði stjórnin, en öörum hélr hann áfrarn með góðum árangri. Jafn- íramt því seni Tolstoy starfaöi aö þessum umbótum tók hann aö gefa sig á ný viö vísindutn. Hann las heimspeki, félagsfræði og skáldrit af mesta kappi. Þegar hann var 41 árs gamall byrjaöi hann aö læra grísku og varð fullnuma í því máli á mjög skömmum tíma. Áriö 1860 byrjaöi hann aö rita eina hina frægustu bók sína, bókina “Ofriöur og friður.” I bók þessari lýsir hann herlíhnu nákvætnlega. Iiann segir frá hörmungum þeim, setn hann sjálfur haföi veriö sjónarvottur að í Krimstríð- inu. Herfrægöina álítur hann einskis viröi og eftirsóknina eftir henni bygða á algerlega röngum hugsunaihætti. Hann gerir lítið úr mestu herforingjum heitnsins og álítur afrek þeirra meira tilviljun aö þakka en þeirra eigin dugnaöi og skarpskygni. Bókin er ein hin harðasta árás, sem gerö hefir veriö á herfrægð og sigurdramb stórþjóðanna, og um leiö þaö snjallasta, sem ritað hefir veriö allsherjar friöi til stuönings. Skömmu eftir að þessi bók kom út, birtist hin frægasta skáldsaga hans Anna Karenina. í henni kvaö marga drætti vera aö finna úr Tolstoys eigin lífi. Eins og tekið hefir veriö fram, var þessi tími einn hinn ró- legasti í öllu lífi Tolstoys. Hann hafði algerlega yfirgefiö sitt fyrra líf og gaf sig viö engu nema hjálparstarfi sínu á meðal bændanna og ritverkum sínum. Dauöi eldra bróöurs hans, sem hann unni hugástum, var honum mjög mikiö sorgarefni og vakti hjá honum sömu hugsanirnar, sem hann haföi barist við í æsku. Hann segir, aö undarlegt sálarástand hafl byrjaö að koma yfir sig. “Hvers vegna ? og til hvers? voru spurningar, sem stöðugt stríddu á mig,” segir hann. “Þannig varö ég, hraustur og ánægður maöur, fullur af þeirri tilfinningu, aö ég gæti ekki lifaö lengur, aö einhver ómótstæöilegur kraftur væri aö draga mig ofan í gröfina. Hugsunin um sjálfsmorö kom yfir mig eins

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.