Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 15
HEIMIR 87 merkustu ritum. Þaö hefir mikiö veriö um þaö sa»t í blöðun- um, aö bannfæring kyrkjunnar hafi lagst þungt á hann, en þaö er efalaust misskilningur. Hann var búinn að yfirgefa hana í raun og veru löngu áöur en hún bannfæröi hann. Frá kyrkjukenningunum hvarf Tolstoy að hinum uppruna- lega kristindómi, kenningum Jesú. Hann útskýrði þær sam- kvæmt sínum eigin skilningi á guðspjöllunum. Sá skilningur var í mörgum tilfellum gagnstæður því sem nútíöar fræöimönn- um ber saman um að sé rétt, en í öðrum varhann þeim fyllilega samdóma. Enginn efi er á því, aö Tolstoy tók þær kenningar, sem mynda kjarna Nýjatestamentisins og lifði hiklaúst eftir þeim, eins og bezt hann gat. Sumar af hans eigin skoöunum, og aöferð hans að sanna gildi þeirra, hafa mætt misjöfnum dóinum; sérstaklega er margir þeirrar skoöunar, að tilraun hans til að innræta mönnum mótstöðuleysi gegn öllum árásum og rangindum geti gert rússneskri alþýðu meira ílt en gott. En hvað sem vissum skoðunum Tolstoys og skilningi hans á kristin- dóminum líður, þá hljóta allir að dáðst aö sjálfsafneitun hans og einlægni í umbótastarfi sínu. Þrek hans og staðfesta í að fylgja sínum skoðunum fram einkendu hann sem mikilmenni, er hefur sig upp yfir allar andstæðar kringumstæöur. Tolstoy yfirgaf að lokum heimili sitt sökum þess aö honum fanst fjölskylda sín vera starfi sínu og skoðuuum fráhverf. Hann lagði af staö austur í Uralfjöll til fundar viö dálítinn flokk ; kf skoðanabræðrum sínum þar. En á þeirri leið’dó hann- J' ' Lengi fram eftir öldum mun hans verða minst vegna sinna ‘'gofúgu hugsjóna og óeigingjörnu breytni, végna síns mikla mann- -'kærleika og réttlætisþrár, Vegnk alls þessa vafi hann einn af inestu og sÖnnustú mönnúm nútímans.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.