Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 22

Heimir - 01.12.1910, Blaðsíða 22
94 HEIMIR getur gjarnan veriö hérna í nótt. Viö getum séð um að hann komist til skila á morgun. Aumingja móðir hans er nátturlega alveg utan við sig af að vita ekki um hann. En við getum ekkert gert í kvöld. Ég skal hringja ef ég þarf eitthvað- Þú gerir barnið hrætt, maður!” “En fötin hans eru svo hræðileg”....... “Ut með þig Marks undir eins,” hrópaði gamli maðurinn reiður. Marks hvarf þegar burtu. Það varð stundarþögn, svo tók barnið fingur gamla mannsins í litla hnefann hlýja og sagði ósköp blíðlega: “Ég sagði Bob þetta, aö ég skyldi gjöra það. Og nú er ég hér. Viltu ekki setjast í stóra stólinn þinn aftur. Og má ég ekki vera hérna þangað til þú háttar.” “Ójú drengur minn, þú mátt það.” sagði gamli maðurinn, óvanalega hlvlega, “því á morgun missi ég þig líklegast. Sittu nú hérna á stólbríkinni og skrafaðu við mig litli vinur. Og það er satt, við þyrftum að fá okkur fáeinar möndlur. Marks ! möndlur og rúsínur ! ef þér mætti þóknast að koma með þær,” bætti gamli maðurinn við í beiskum róm. Marks brosti vorkunsamlega, og á augabragði voru mönd- lur og rúsínur koranar á borðið, Litli anginn lét alltaf dæluna ganga étandi, og stakk sælgætinu ýmist upp í sig eða gamla manninn. “Ég vildi hann Bob sæi mig nú,” sagði hann, “þér megið ekki halda að ég sé svona óhreinn æfinlega. Mamma hefir rnig svo hreinan og snotran æfinlega. En fötin þessi arna hafa runnið ofan hlöðu þakið hjá honum Barnes.” “Ha, ha,” sagði herforinginn. Fötin runnu þar ofan, og þú innan í þeim.” Litli anginn svaraði ekki, en stakk upp í sig rúsínu. “Heyrið þér mig,” sagði hann svo eftir litla stund. “Hafið þér aldrei átt lítinn dreng sjálfur ?” Þaðdóávörum gamla mannsins hlýlega brosið er barnið hafði vakið. “Uss, ó jú,” sagði hann í hásum róm, og klappaði á litlu hendina er var að smeyja rúsínum upp undir yfirskeggiö mikla.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.