Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 12

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 12
io8 H E I M I R vilja og viöleitni, hversu ábótavant sem henni kann aö vera. Þeir sem fúsir eru á aö gera sitt bezta til aö öll slík störf geti gengið vel, geta meö sanngirni fundiö aö, þegar þau ganga ílla, hinir ekki. Þetta verðum vér þá umfrain alt aö skilja og hafa hugfast, nefnilega, aö vor eigin réttindi í þjóöfélaginu eru í vorum eigin höndum engu síöur en annara. Þaö aö menn njóta rneira ein- staklingsfrelsis hér en sumstaöar annarstaöar á sér stað, stafar beinlínis af því, aö menn hafa á liönum tímuin krafist ineiri réttinda og ýmsra kringumstæöna vegna getaö fetigiö þau, þar sem undir ööruvísi löguðutn kringumstæðuin þaö hefir veriö ómögulegt. Þessi réttindi og þetta frelsi hefir ekki komiö ósjálf- rátt, án þess aö fyrir því hafi verið unniö og barist af mönnutn, bæöi fyr og síöar; og þaö varir heldur ekki ósjálfrátt. Sé þess ekki gætt, ef vér, hvert og eitt af oss, höfum ekki vilja og þrek til að vaka yfir því og láta þaö vaxa og aukast, þá höfum vér enga tryggingu fyrir aö vér fáum altaf aö njóta þess. Hér er þá gildandi ástæöa til þess aö vér eigum einhverja hluttöku í þeiin málum, sem efst eru á dagskrá þjóðarinnar.-------------- Hebresk leirkerabrot frá Samaríu. Ei'tib David G. Lyon L. L. D. Áriö 1908 byrjaöi Harvard háskólinn að láta kanna hæð mikla í Mið-Palestínu, sem stendur þar sem hin forn-hebreska höfuðborg Samaría áöur var. Helsti árangurinn af ársverki viö könnunina var, aö fundust: gríöarstór rómversk myndastytta (liklega af Ágústusi keisara), rómverskt altari í góöu ástandi, stórkostlegur hússtigi, hérumbd 80 fet á breidd og þykkur undir- stööuveggur af stórri byggingu, sem var haldiö aö hafi veriö af musterinu, er Heródes mikli bygöi til heiöurs Ágústusi. Annar leiöangur 1909, undir forustu prófessors George A. Reisner og Mr. Clarence S. Fisher, sannaði, aö áöurnefnt musteri, efst á hæöinni, var í raun og veru verk Heródesar. P’yrir neðan

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.