Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 15

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 15
HEIMIR 111 vafalaust er átt viö stjórnarár þáverandi konungs. Að ölluin líkindurn hefir þaö veri* Akab, eins og tekið hefir verið frain. Innihald áritananna er stuttai minnisgreinar urn olíu og vín. Nafn eigandans er oftast nær nefnt, og söinuleiðis nafn þess manns og staðar, sern olían eða vínið hefir komið frá. Jafn einfalt og lesinál þessara frásagna er, er þýðing þeirra ekki ávalt ljós, sérstaklega þegar nöfn nokkurra manna eru nefnd. En yfirleitt virðast brotin vera einkennismiðar, sem hafa verið festir við krukkur, eina eða fieiri hvor, í kjallara eða forðabúri, til að sýna aldur, nafn eiganda og hvaðan hver krukka var komin ásaint hvað í henni væri. Þar sem enginn eigandi er nefndur, eins og á flestum brotunum, sein hafa fundist í hól einum, tilheyröu krukkurnar líklega konungshö'linni. Þessi hóll eða hól-víngarður var ef til vill einn hina konunglegu vín- garða. Þar sem nöfn nokkurra manna eru nefnd, er ináske um sameign að ræða, hvort heldur einnar krukku eða nokkurra af víni eða olíu. I þessu tilliti má mikið byggja á nr. 14, þar sem á eftir nokkrum nöfnum kemur tala krukknanna, rem tilheyra hverju fyrir sig. Eiginnöfnin, sem finnast á brotunum, eru sérstaklega eftir- tektarverð. Samkvæmt efni áletrananna birtast guðanöfn aðeins sem hlutar tnannanafna, sem eru dregin af þeim. Vana- lega orðið fyrir guð, El, kemur fyrir í Elísa, Elnatan, og ef til vill í Elís (stytt úr Elísa (?)), Elba og Ela. Þar sem að hljóð- lausu stafirnir eru sjaldan skrifaðir, verður framburðurinn í mörguin tilfellum ekki fastákveðinn. Eins og að líkindum lætur kemur Ba'al fyrir í nokkrum nöfnum. svo sem Ba’ala, Ba’alzamar, Ba'alzakar, Ba'ahne'oni, og Abiba'al. I annari konungabókinni er sagt frá, aö Baals- dýrkun hafi farið mjög í vöxt í Israel á stjórnarárum Akabs. Drottning hans, sem var dóttir Etabaals konungs í Týrus, hélt mjög fast við Baal-trúna. Nafn Israelsguðs kemur hér um bil jafn oft fyrir. Auðvitað kemur það hvergi fyrir í fullri mynd JHVH fremur en í nöfnum biblíunnar, sem eru dregin af því. En hin almenna inynd JHv^, smi er algeng í biblíunöfnum og myndin JH, sem

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.