Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 17

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 17
H E I M I R i'3 sem tíminn eyöileggur, þá getur samt eitthvaö af því hafa verið ritað á stein, leirker eöa leirtöflur, Þessi möguleiki er nógur til aö gefa öllum, er leggja stund á sögu Gyðingalands, góöar vonir. Með þessa árs leiðangri er fyrsta aðalleiðangri Harvard háskólans til Samaríu lokiö. Undirbúningur þess sem fundist hefir fyrir útgáfu er langt á veg kominn. Með útgáfukostnað- inum er allur kostnaðurinn 65 þúsundir dollara, sem er 15 þúsundum rneira en upphæðin, sem upprunalega var gefin til fyrirtækisins. Með þessum rausnarlegu gjölum, sem hafa gert þennan fyrsta leiðangur mögulegan, hefir Mr. Jacob Schiff bætt einu framlagi ennþá viö það sem hann hefir áður gefið í þarfir lærdóms. En svo stór er hin gamla Samaría, að mest af rannsókn- unum er ennþá ógert. Að vísu hafir verið leitaö í hæðinni þar sem hún hefir mest að geyma og er auöugust af byggingaleifum, og afleiðingarnar að sumu leyti miklu meiri en búist var við, en í svona rannsóknum kemur jafnan það ólíklegasta fyrir, og aðrir hlutar hæðarinnar geta gefiö fjársjóðu, sem eru undraverðari en musteri Heródesar, höll Akabs eöa skýrslurnar á leirbrotunum. Það er þessvegna vonandi, að verkið hætti ekki meö þessum fyrsta leiðangri, en að aðrir velunnarar rannsókna sjái mögu- leikar.a til merkilegra funda, sem Samaríu hæðin býður. í samanburði við gríska og rómverska staði rnælir margt og mikið með Samaríu, þar sein leifar frá klassiskri fornöld eru yfirfljótanlega miklar, en aftur á móti, þrátt fyrir mikinn gröft í Palestínu, Samaríu gröfturinn leiðir fyrst í ljós mjög þýðingar- miklar leifar frá fornöld Hebrea.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.