Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 18

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 18
HEIMIR 1 14 Modernista hreyfingin innan kaþólsku kyrkjunnar Fyrirlestnr fluttur á kyrkjuþingi Únítara í júní 1910 af séia Albert E. Kristjánssyni. ABBÉ LOISY Á Frakklandi hefir tnodernista stefnan náS afarmikln haldí. Frakkar hafa frá því fyrsta lagt áherzlnna á þaö, aö kaþólska kyrkjan í sínu landi væri Fransk-kaþólsk kyrkja. Þeir hafa altaf veriö tnjög ófúsir á aö láta stjórna kyrkjumálum sínum of mikiö frá Róm. Sagan utn aöskilnaö ríkis og kyrkju á Frakk- landi er yður fiestum svo kunn, að óþarfi væri að fara að rekja hana hér, enda yrði það of Iangt mál. Það setn vekur mesta eftirtekt í modernista hreyfingunni þar nú, er biblíu-kritíkin, og maðurinn sem þar kveður langmest að er Abbé Loisy. Biblíu- krittkin hefir að þessu haft aðal bólstöð st'na á Þýzkalandi. Nú iítur helst út fyrir að Frakkar sé að fara fratn úr Þjóðverjum í þessari grein. Loisy var fæddur áriö 1857. Hatin er af fátæku bændafólki kotninn og hefir átt viö fátækt að stríða mestan hluta æfi sinnar. Hann var prófessor í “Heilagri Ritning” í “Kaþólsku stofnuninni” í Paris, í 12 ár. Hann kendi Hebresku og biblíu útlistun (exegesis). Eftir stuttan tíma'varö hann að hætta viö hina síðastnefndu nátnsgrein, því útlistun hans á ritningunni þótti víst ekki allskostar holl. Hann fór nú aö rita bækur um biblíu rannsóknir sínar, og smámsaman fóru valds- mertn kyrkjunnar að þrengja meir og meir að kostum hans, þar til árið 1893 aö hann misti þetta kennara embætti sitt. Árið 1899 bannaöi erkibiskupinn í Paris, Richard kardínáli, aö gefa út eina af ritgjörðum hans uin “Trúarbrögð ísraels- manna.” Árið 1903 fyrirdætndi páfinn fimm af bókum Loisy’s, og 7. Mars 1908 var hann að lokum gjörður' kyrkjurækur. Meðal biblíu fræðinga er Loisy viðurkendur um allan hinn kristna heim sem einn hinna allra fremstu í þeim fræðum.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.