Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 20

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 20
H E I M I R i 16 innan kvrkjunnar. MaSur þessi er George Tyrell. Trúar- skoSanir Tyrrells eru bezt framsettar í tveimur af bókum hans er nefnast “Lex Orandi,” og “Lex Credendi”. Hann vill aS guðfræöin sé algjörlega frjáls, og a'S hin vitsmunalega útskýring hinnar innri trúartiltinningar fái aö breytast og laga sig eftir þeiin breytingum.sein sífelt eru aö veröa í heiini þekkingarinnar. Faöir Tyrrell var þó látinn afskiftaiaus ineö þessar skoöanir sínar þangaö til Italskt tímarit “II Corriere della Sera,” prent- aöi útdrátt úr bréfþsem Tyrrell haföi skrifaö kunningja sínum, er átti í stríöi viö trúarlegar efasemdir. Þetta gjöröist í Janúar 1906. Bréfiö haföi upprunalega verið skrifaö til háskólakenn- ara nokkurs á Englandi. Maöur þessi var kenuari í Anthropology, og var honum fariö aö ganga svo illa.aö sam- rýma kaþólsku sína viö vísindi sín, aö hann haföi komist aö þeirri niöurstööu aö kaþólskan gæti ekki staöist og yrði því aö fara. Hann haföi því næstum því ráöið þaö viö sig aö segja sig úr kyrkjunni. Hann sagöi Tyrrell frá þessu sálarástandi sínu gegnum bréfaskriftir og Tyrrell ritaöi honum langt bréf til aö reyna aö sætta hann viö aö vera kyr í kyrkjunni- Hann viöur- kennir fúslega alla galla og allar villur kyrkjunnar, en ræöur þó vini sínum til aö vera kyr, af því aö hin sanna kaþólska kyrkja sé í raun og veru annaö og meira en hiö sýnilega forrn hennar. ‘“Kaþólska,” segir hann, “ei ekki fyrst og fremst guöfræði, eöa kerfi af siövenjuin er stjórnast af þeirri guöfræöi. Nei, kaþólska er fyrst og fremst líf,\ og kyrkjan er andlegt líffæra kerfi, er vér erum hver um sig partur af, og guöfræðin er aöeins tilraun þess lífs til aö taka á sig ytri gerfi og skilja sjálft sig — tilraun setn getur misheppnast aö einhverju eöa öllu leyti án þess að þaö hafi nokkur áhrif á gildi eöa virkilegleik lífsins sjálfs.” Tyrrell var brátt gjöröur rækur úr Jesúíta reglunni fyrir þetta bréf. Bréfiö haföi veriö afskræint í þessum útdráttum, sem út höföu komið í “II Corriere della Sera.” Tyrrell afréð því að gefa sjálfur út rétt afrit af bréfinu. Það kom út í bókar formi með formála, í September 1906. Hann tók hegningu sinni vel og rólega, og viöurkendi.að yfirmenn sínir heföu eigin- lega ekki getað gjört annað viö hann en aö reka hann af hönd-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.