Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 22

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 22
HEIMIR i 18 Móöurhendur. Saga Eftir Björnstjerne Bjöiinson. Framhald. An þess aö hika nokkuö hló hann meö mér. Hló, svo að bergmálaöi í skóginuin! I'iskimenn réru einmitt í því út fjörðinn, til að vera kommr á miðin viö sólarupprás; þeir létu árarnar hvíla og hlustuöu; allii þektu hláturinn hans. Eg þekti hann h'ka, frá því hann kom meö báöa þrælana sína. Þaö var skógálfur í honum. Náttúrlega norskur skógálfur, ógurlegur viltur skógarmaöur, óviðráöanlegur en saklaus, sem færöi meö sér tvo birni, sinn unJir hverri hendi. Já, eitthvað þess háttar. Ekki tröll, skilurðu, þau eru svo heimsk og vond.” “Þú segir saklaus, mamma. Hvað meinarþú með, að hann hafi verið saklaus? Hann, sem var stundum gat verið svo stjórnlaus. ” ‘ ‘Að ekkert geiði honum mein. Hann var sama stóra barnið, hvað sem hann hafði reynt eða þekt; jafn hreinn og ósnortinn fyrir því, segi ég. Hann hafði svo sterkt ummyndunarafi í sér, að þaö sem ekki var eðlisíari hans gagnlegt hvarf í því, og átti þar ekki heima framar.” “Hvernig fór það mamma? Æ, hvers vegna hehr þú reynt jietta en ekki ég?” Hún hafði ekki fyr sagt orðin en hún gekk í burtu. Méðirin lét hana sjálfráða. Hún settist sjálf á stein og beið. Það var sælt að mega dvelja við hugsanir sínar. Hún sat lengi ein og hefði gjarnan setið lengur, enskýinfóru að dragast saman. Þá kom Magna aftur með blómvönd, mikið af fallegum skógar- blórnum og smágerðu grasi raðað umhverfis furukvist með grá- grænum ungum könglum. Heyrðu mamma. Svona var hann? -—Nei, elsku mamma, græturðu?” “Af sælu, barn, sælu og söknuði þess sem var einu sinni. Þú munt einhvern tíma skilja, að enginn grátur gerir oss eins hamingjusöm. ” Magna hafði lagt sig niður í grasið hjá henni. “Mamma,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.