Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 23

Heimir - 01.01.1911, Blaðsíða 23
H E I M I R i ig þú veizt ekki hvaö hamingjusama þú hefir gert inig ídag!”—“Eg sé það elsku barn. Eg gerði rétt, þegar ég beið! Það hefir kost&ð nokkuö, máttu vita, en ég gerði rétt.” “Marnma, góða mamma, við skulum fara aftur til baka til skógarins heima, ti! landvegsins í gegnum skóginn okkar. Láttu mig nú heyra! Það var þá þar! Segðu mér mamma! Hvernig gekk það til? Hvað þú ert elskuleg! Hjá þér finnur maður alt af eitthvaö nýtt.” Móðirin strauk hendinni yfir hár hennar og þagði. “Manima' ég þekki götuna í gegnum skóginn um sumar- nótt. Lára gekk hana með mér, þegar hún var ný-trúlofuö og sagði mér, hvernig það hefði alt gengið. Fiskimennirnir réru þá líka framhjá rétt í því er við komum á auðan blett. Við földum okkur á bak við stóran stein. Og þrösturinn byrjaði að syngja og margir aðrir fuglar; en það sem hreif mig mest var skógarilmurinn. “Vissi ég ekki? Og það var einmitt af því, að mérfanstég alt af upp frá því finna skógarilm af Karli.—Nei, ég verö að segja þér hvað hann var utan við sig—já, hvað annaö get ég kallað það? Við stóðum kyr og horfðum út á sjóinn. “Ó, hvílíka þrá hann vekur.” sagði ég. “Já eftir baði, er ekki svo?” sagði hann. Magna skellihló, og móðirin brosti. “Nú finst mér það ekki svo undarlegt. Vatniö var honurn alt annað en okkur. Hann baðaði sig á hinum ólíklegustu tímum, þegar hann var ekki á skrifstofunni eða úti á ökrunum, þá var hann í vatninu. Honum var það hin kröftugasta náttúru áþreifing; hann vildi þekkja hið kalda af því að faðma jörðina, sagði hann. “Þú mátt reiða þig á að hann hló með, þegar hann sá hvernig ég hló. Já, við hlóum, svo að úr því varð sam-hlátur. ” “En mamma, hvernig fór það? Nú get ég ekki beöið lengur!” Framhald.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.