Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 18

Heimir - 01.02.1911, Blaðsíða 18
'38 HEIMIR Einsog aö utidanförnu hefir Menningarfélagið haldiö fundi sína reglulega á þessurn vetri- Er þaö nýbúiö að lúka hálfs árs starfi og halda kosninga fund. Voru þessir kosnir í stjórnar- nefnd fyrir síöari hluta ársins: Forseti, Skapti B. Brynjólfsson; varaforseti, Stefán Thorson; ritari, Friörik Sveinson, féhiröir, Eggert Árnason, Hannes Pétursson og Síra Guöm. Árnason. Þessir hafa llutt fyrirlestra á fundutn félagsins um síöast- liðiö hálft ár: S. B. Brynjólfsson, og talaði hann um hvaöa afstööu Islendingar hér ættu aö taka gagnvart þeim landsrnönn- um vorutn er hingaö kæmu, en gjört hafa sig brotlega viö lög heimalandsins. Taldi hann það óláns vott ef sú hugsun næði til aö breyðast út meðal þjóöar vorrar aö saklaust væri aö brjóta lög, ef aðeins lögin yröi umflúin. Áleit hann þaö og ekkert lán Islendingum austan eöa vestan, aö framhald yröi aö því er nú hefir tíðkast utn undanfariu ár, aö sendir væru hingaö ýmist á laun viö, eða ineð tilstyrk, landstjórnarinnar, menn, er tnisboðið heföi tiltrú samþjóöarmanna sinna og á annan hátt inetiö lítið drengskapinn og drengskapar oröiö. Á næsta fundi á eftir talaði Stefán Thorson um “Vegna hvers gjörast menn glæpamenn.” Var sá fyrirlcstur áframhald viö satnskonar erindi er hann flutti í vor er leið. Benti hann á meö hvaða hætti glæpa tilhnegingin gæti myndast hjá einstak- lingum meö uppeldinu. Enr.fremur leiddi hann rök að því að “syndir feðranna og mæðranna komi niður á börnunum.” Allir eiga heimting á því að vera velbornir og vel uppaldir, en um þá skyldu er oft lítið hirt foreldra megin, er leggja tildrög aö glæpraferli niðja sinna meö svalli og óreglu löngu áöur en þeim eru börn borin, Á fundinum þar á eftir flutti Dr. Ólafur Stephensen fyrir- lestur um “Mannsheilann”. Sýndi hann fram á þroskun heilans og starf hans, og benti á nauösynina til þess aö nota og æfa hugsanafærin. Gjöröi hann glögga grein fyrir framþróun dýra- lífsins og breytingurn þeim er tegundirnar taka. Gat hann þess og hvaöa mótspyrnu þær rannsóknir heföi mætt frá hálíu óvís- indalegrar guöfræöi, og annara afturhalds afla tnannlélagsins. Á síöasta fundi félagsins fyrir jólin flutti Síra Guðm, Árna-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.