Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 5
HEIMIR 73 Vekus: — Hermönnuin mínuin yröi ekki hægt að þegja. Þeir yrðu jafnt að velja þögnina og að inissa 1 ífiS. Það vitnað- ist þessvegna, aö þeir hefði hlýtt minni skipan. En nú eru þess ekki dæmi að höfuð prestarnir hafi nokkru sinni sleppt af bráð sinni, hatri eður hefndarhug Þeir myndu kla^a, fyrst í Antiokkiu fyrir Sýrlenzka landstjóranum, og svo næst fyrir keisaranum sjálfum, en reiöi hans logar strax þó e'kki sé nema andað um svik. Vitið þér hversu að keisarinn er? Hinir stærstu og voldugustu menn í Róm nötra fyrir skugga hans. Mig kostaði það, ef ekki dauöa, þá í það minsta útlegð langt á ’burt frá Róm. Og dauðinn er oss Rómverjum, sætur hjá útlegð Þetta er það sein eg gef; þetta yrðu mín laun, eg bíð að heyra hver séu yðar. Makja Magd. :—Þér bíðíð eftir að heyra hverséu mín? Hvað á eg að gefa?. . . .Eg á ekkert eftir. Eg gaf allt rnitt fá- tækum, fyrir nokkrutn kveldum.............. Verus:—Eg bið ekki um það sem rnenn gefa fátækum . . . . Og þess utan er egsaddurá þessum undarifærzlum og tvíræðu svörum. . . . Hví skyldi eg ekki hirða mikiö um réttlæti, að væri einum flækingi fleira eða færra í heiminum, rnína eigin heill, og nrína eigin útlegð!. . . . Hafið þérekki skilið það, að það eruð þér sem eg þrái, þér alein og þér öll og óskift; að eg hefi þráð yður svo árum skifti, og að nú er mín stund komin?. . . .Stnndin er ekki fögur, eg veit það, og ekki eins og eg lét mig dreyma hún yrði. . . .En það er sú tíð sem eg á; og maður þrífur til þess er hann getur svo hann fái útendað æfina!.. .. Vér stöndum hér augliti til auglitis, með sitt æðið hvert, er veitir oss engan frið, vér verðum að jafna sakir!.. .. Þess meir, þér elskið hann, þess meir elska eg yður, því meir þér reynið að frelsa hann, þvi meir vil eg hann dauðann! Vér verðuin aö kómast fram úr því!.... Þér biðjið honum lífs, eg mér; og yður skal veitt líf hans en eg hlýt að hafa yður; fyrr en hann sleppur viö dauða. . . . Er það þá ráðiö?. . . . Er það að samningi? .... Segið nei ef þér þorið og komi blóð

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.