Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 18

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 18
HEIMIR 186 anna; haföi sú ferð eigi allitla þýðingu fyrir hann. Þegar hann kom heim aftur tók hann að gegna störfum sínum; en nokkru síðar 1788 kom atvik fyrir er breytti högum hans allmikið. 1 Einn dag, þegar hann var á skemtigöngu, gekk ung stúlka í veg fyrir hann og rétti honum bréf. Bréfið var frá bróður hennar, ungum rithöfundi, sem bað Goethe um meðmæli. I gegnum það komst Goethe í nánari kynni við stúlkuna, sem hét Ví<JL|XÁ/UÓ> Christiane Vulpianus. Rúmu ári eftir þetta fæddi hún son, og tók þá Goethe hana, ásamt móður hennar og systur heim í hús sitt. Fyrir þetta snérusumir af vinurn hans í Weimar algerlega við honum bakinu, og þar á meðal vinkonu hans, frú von Stein. Löngu síðar giftist Goethe Kristíönu Vulpianus, eftir að þau höfðu lifað saman í ágætri sambúð. Er sagt að Goethe hafi alt af elskað hana og virt, þó hún hvergi nærri jafnaðist á við sjálfan hann hvað gáfur snerti. Eftir þennan atburð dró Goethe sig mikið út úf félagslífi því, sem hann áður hafði tekið þátt í og gaf sig því meira við vísindalegum rannsóknunr. Sérstaklega var það ljósfræðin og eð!i litanna, sem hann lagði stund á, en jafnframt lagði hann einnig stund á grasa—og dýrafræði. I öllum þessum fræðigrein- um gerði hann uppgötvanir, sem síðar verður minst á. Um þetta leyti var Schiller orðið annað mesta skáld Þýzka- lands. Hann var tíu árum yngri en Goethe. Mælt er að þeim hafi hvorugum fundist mikið til annars koma fyr en þeir kyntust, og Goethe var því h'tt meðinæltur að Schiller kæmi til Weimar 1749 að undirlagi hertogans. En eftir að Schiller var þangað kominn tókst með þeim vinátta og samvinna, sem er alveg sér- stök í allri sögu bókmentanna. Þeir hvöttu hver annan og studdu, hvorugur öfundaði hinn af frægð hans. Þessi göfuga vinátta sýnir hvernig stórar sálir hefjast upp yfir öfund og eigin- girni. Vinátta þeirra hélzt óbreytt í ellefu ár, þar til Schiller dó árið 1805. Til minningar um hana hafa báðum verið reistar myndastyttur í Weimar; er þar einn lárviðarsveigur í höndum beggja. Goethe dró sig meira og meira til baka frá opinberum störfum. Stjórnarfarsbreytingar, sem urðu með sigurvinningum

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.