Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 19

Heimir - 01.04.1911, Blaðsíða 19
HEIMIR 187 Napóleons mikla,gáfu honum ástæðu til þess. Napóleon dáöist mjög að Goethe og bauö honum jafnvel meö sér til París. Hann stakk upp á því viö hann, aö hann ritaöi leik um Júlíus Caesar. Eftir aö friöur var kominn á var hertogadæmiö gert aö stórher- togadæmi, og Goethe var falin á hendur umsjón allra vísinda- legra stofnana og listasafna landsins. Hann starfaði stööugt aö skáldverkum sínum fram aö 1820 þá fóru ritstörf hans aö minka. Samt lauk hann ekki viö hiö merkilegasta rit sitt, Eaust, fyr en 1831; haföi hann þá veriö 60 ár meö þaö. A síöustu árum sínum skrifaöi hann einnig “Dichtung und Wahr- heit,” æfisögu sjálfs sín, sem ekki aðeins skýrir frá hinutn ytri viðburöum lífs hans, heldur einnig hinu innra h'fi meö hreyfingum þess og fjölbreytni. Goethe andaöist 22 Mars 1832. Hin síðustu orö, sem heyðust af vörum hans, voru hin alkunnu orö: “meira Ijós.’’ Þaö hefir tekiö svo mikið rúm aö lýsa æfi Goethes aö lítiö er eftir fyrir lýsingu á ritver.kum hans, enda átti erindi þetta að vera fyrst og fremst um manninn sjálfan. Vér þekkjum nokkur af kvæðum hans af íslenzkum þýöingum, sem til eru af þeitn; en tiltölulega hafa fá kvæöi eftir hann veriö þýdd á íslenzku, og ekki verður heldur sagt aö þýöingin hafi æfinlega tekist rétt vel, þó sum beztu skáld vor hafi leyst verkið af hendi. Sem ljóö- skáld er Goethe viöurkendur að vera hinn mesti snillingur Þýska- lands, að Heine máske undanteknum. Kvæði hans eru undur- fögur, full af tilfinningum sorgar og barnslegri gleöi, viökvæmni og krafti sterkrar sálar. Þaö er eins og að í þeim endurspeglist sálarlíf margra ólíkra manna en ekki eins manns. Hugsunin f þeim er jafnan skýr og ljós, hvert sein innihaldiö er. Náttúran er eitt af kærustu yrkisefnum hans, en náttúran séö með skap- andi ímyndunarafli. Iiér verður aö nægja að minnast aðeins á helstu leikrit Goethes, þau sem hafa boriö frægð höfundarins út urn allan heim. Frægö Goeihes sem leikritaskálds byrjaði með útkomu leiksins Götz von Berlichingen. Efniö er sögulegt; höfnö- persónan þýzkur riddari frá 1 5 öld, sem lét líf sitt fyrir þaö sem hann áleit aö væri frelsi og réttlæti. Hinar miklu vinsældir

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.