Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 5

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 5
HEIMIR 197 leið mannkostamaður. Eins og llest mikilmenni hefir hann oft orðið fyrir þungum dómum frá uönnum, sein ekki hafa komist í hálfkvisti við hann. En frægð hans lifir lengur en allir slíkir dómar, því hún er ekki frægð fengin með höppum og atvikum, heldur með því, sem maðurinn var og hefir eftir skilið. Biblíu handrit og þýðingar Vér verðum að gæta þess að á þeim tímum, er bækur biblíunnar voru ritaðar, var bókagerð með alt öðrum hætti en nú. Allar bækur voru skrifaðar, og þá ein bókin eftir annari. Það er áreiðanlegt að í afrituninni urðu oft ýmsar villur, sem stöfuðu af ýmiskonar ónákvæmni; og auk þess voru menn yfirleitt þá ekki eins vandir að því að meining orðanna raskaðist hvergi og nú á sér stað—það sýna augsýnileg innskot í textana, bæði í gamla og nýja testamentinu og mörgum öðrum bókum. Einnig er það eftirtektarvert að málið sem gamla testamentisritin öll, að undanteknum nokkrum hluta Ezrabókar og Daníelsbókar, voru rituð á, hebreskan, vor upprunalega rituð hljóðstafalaust. Hljóðstafirnir voru auðvitaö til í framburðinum; og á meðan málið var talað var enginn vafi um þýðingu orða. En eftir herleiðinguna til Babýlon var hebreskan ekki lengur alþýðumál Gyðinga, heldur var töluð mállýzka skyld henni, sem aramíska er nefnd; fornmálið var nú orðið að ritmáli aðeins. Þá fór að verða vafi á með ýms orö, er höföu sömu samhljóðendurnar, en mismunandi þýðingu. Þó hélzt sú aðferð að rita málið hljóð- stafalaust ennþá mjög lengi, alt þangað til á 7 og 8 öld e.K. aö nokkrir fræðimenn Gyðinga fundu upp á því að setja merki ofan og neðan við línuiaiar til að tákna hljóðin. Þessi merki settu þeir eftir því hvernig þeir lásu orðin; þeir gátu ekki farið eftir neinu öðru. En aö þeir lásu ekki æfinlega eins og lesið hafði verið áður sýnir t.d. tilvitnunin í 21 versi 11 kap. Hebreabréfsins.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.