Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 7

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 7
HEIMIR 199 snemma á fjórSu öld, varö latínan kyrkjumáliö. Hún var eðli- le^a máliö, sem notáð var viö allar stjórnarathafnir í rómverska ríkinu. Grískan aftur á rnóti var, fyrst og fremst, mál aíkom- enda grísku þjóöarinnar, og í ööru lagi, ritmál alstaðar umhverfis austurhluta Miöjaröarhafsins; þess vegna var nýja testarn. ritað á grísku. Þegar latínan var oröin mál kyrkjunnar, varö nauð- synlegt aö þýöa biblíuna á þaö mál; og þaö var gert á síðari hluta 4 aldar. Hérónýmus kyrkjufaöir þýddi biblíuna úr írum- málunum samkvæmt boði Damasus páfa. Þessi þýöing hefir veriö síöan og er enn hin víötekna biblíuþýöing kaþólsku kyrkj- unnar. I kaþólskum löndum hefir biblían aldrei orðið almenn eins og á meöal rnótmælenda- Kaþólska kyrkjan hefir kent, aö hún ætti ekki að vera þekt af almenningi, nema með hjálp og milli- göngu prestanna. Þess vegna hefir biblían svo lítið veriö þýdd á nútíöarmál kaþólskra þjóða. Fyrir daga siöbótarinnar var biblían þó þýdd á önnur mál en latínu. Fram að 15 öld var hún þýdd áekkifærrien 16 mál. Af þeirn þýöingum er gotneska þýöingin, er Ulfila biskup gerði á fjórðu öld einna merkust. Handrit af henni er nú geymt í háskóla'bókasafninu í Uppsölum í Svíþjóö, og þykir hinn dýr- mætast í gripur. Svíar höföu þaö með sér frá Þýzkalandi á herferöum Gústafs Adólfs konungs. Meö siðbótinni byrjaöi hreyfing í þá átt að gera biblíuna öllum almenningi aögengilega. Siöbótarmennirnir flestir bygöu kenningar sínar beinlínis á biblíunni og vitnuðu stööugt í hana á móti kaþólsku kyrkjunni. Þess vegna var ekkert eölilegra en að þeir reyndu aö útbreiöa hana mest og auka þekkingu manna á henni. Lúther þýddi biblíuna alla.á þýzku úr frummálunum. Þaö haföi stórmikla þýöingu fyrir siöbótina á Þýzkalandi.—Það er eftirtektarvert aö Lúther var mjög frjálslyndur í áliti sínu á ýmsum bókum biblíunnar samanboriö viö aöra samtímismenn hans. T.d. sagöist hann ekki vera viss um að Hebreabréfiö væri skrifað af postulanum Páli, og ekki fanst honum mikið til um opinberunarbókina. Biblíau var fyrst þýdd á enska tungu á 14 öldinni. Það

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.