Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 8

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 8
200 HEIMIR gerði John Wycliff, sem var einn af fyrirrennurum Lúthers og annara siöbótarmanna. Þýöing hans var gerð eftir hinni latnesku þýðingu Hérónýmusar. Nokkrir fleiri fetuðu í fótspor Wycliffs eftir hans daga og þýddu bibh'una, en það var gert í banni kyrkjunnar. Ein þýðingin, sein prentuð var á meginlandi Norðurálfunnar var send til Englands sem kaupvarningur ogseld þar á laun. En þegar siðbótin var kominn á fastan fót á Eng- landi var þar, sem annarstaðar, farið að útbreiða biblíuna. Og loks var stofnað til hinnar mjög vönduðu þýðingar, sem kend er við Jakob fyrsta Englandskonung. Til þess að leysa þýðinguna af hendi voru valdir á milli 40 og 50 fræðimenn, er skiftu með sér verkum. Voru margar þýðingar gerðar samhliða og svo lesnar saman og breytt samkæmt samkomulagi. Beztu handrit, sem þá voru fáanleg voru notuð, en samkvæmt boði konungsins átti eldri þýðing, sem biskupabiblía var nefnd, að vera höfð til hliðsjónar. Konungurinn bauð enn fremur að málið á þýðing- unni væri vandað sem bezt. Það var gert. Mál og stíll á biblíuþýðingu þessari hefir jafnan síðan þótt með því bezta.sem til er í enskum bókamentum. Eftirað þýðendurnir höfðu unnið að þýðingunni í fjögur ár var henni lokið, og var þýðingin gefin út 1611 fyrir réttum 300 árum. Smám saman útrýmdi hún öllum öðrum þýðingum, þó allmargir væru henni mótfallnir í fyrstu, og var viðtekin á meðal alls enskumælandi fólks, þar til nú fyrir skömmu, er endurskoðaða útgáfan svo nefnda kom út. Þó svona vel væri vandað til biblíuþýðingar þessarar var henni í ýmsu ábótavant. Sérstaklega kom það í Ijós þegar eldri og betri handrit af nýa testam. en þau sem þá voru til fundust. Enn- fremur úreltust ýms orð. Ný útgáfa var því nauðsynleg. í ensku endurskoðuðu útgáfunni, sem kom út 1881—85 var Jakobs útgáfunni fylgt að mestu leyti, en í þeirri amerísku, gefin út 1901, var miklu meira breytt um. Á íslenzku var biblían ekki til fyr en siðbótin kom til íslands. Oddur Gottskálksson, sem var vildarmaður Ög- mundar, hins síðasta kaþólska biskups í Skálholti, þýddi nýa testamentið leynilega undir handarjaðri biskupsins. Það var síðan prentað í Danmörku. Síðar, þegar Guðbrandur Þoriáksson

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.