Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 14

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 14
206 HEIMIR persneskar bókmentir hafa stabiö í staö, þá var aöeins eitt stór- skáld uppi, sem var ekki aSeins frægasta skáld síns tíma heldur einnig hið síöasta stórskáld og dulspekingur Persíu. Skáld þetta hét Nuruddin Abdurrahman, en tók sér nafniö Jami, af bænum Jam, þar sem hann var fæddur árið 1414. Hann var mesti rit- snillingur á persnesku og ritaöi mjög mikiö. Tilfinninga næm- leiki, orögnótt, draumfegurö oghugsana þýöleiki einkennir kvæöi hans. Síöast á sextándu öldinni fer aö bera á hnignun í persnesk- um bókmentum. Þaö sem ort var á átjándu öldinni hefir mjög litla þýöingu og nítjándu aldar skáldskapurinn er tóm dulspeki eins og finst í kenningum Súfanna. Skáldgáfa þjóöarinnar er aö því er virðist horfin, og hiö bezta í skáldskap hennar tilheyrir liönum tímum. Enginn skáldskapur hefir verið þjóðlegri en skáldskapur Persa. Þó harpa þeirra hafi veriö hljóö nú í þrjár aldir, lifir samt minning stórskáldanna í hugum fólksins. Hin fögru ljóð, Hafis og erindi úr Sha Namah lifa enn, jafnvel á vörum bændanna; og sorgir Laili og Majum verða sungnar af Persum og Aröbum eins lengi og synir eyðimerkurinnar finnast á meðal rósanna í Iran. Tvær greinar úr Nýju Kyrkjublaði SÍRA ARNLJÓTUR SEM PRESTUR Ágætlega hefir Dr. B. M. Ólsen lýst æfistarfi síra Arnljóts Ólafssonar, einkum ritstörfum hans og þingmensku, og nokkuð sjálfum honum. Er það sönn lýsing. (Andvari 1906). Eg vil reyna aö bæta dálitlu við, af því aö eg held að eg þekki síra Arnljót ilestum betur, því svo mátti heita aö eg væri heimamaður hans í 23 ár. (1881 —1904). Eg vil einkum lýsa honum sem presti. Margur hefir sagt sem svo: “Hann var mesti lærdómsmaöur, ritsnillingur, mælsku-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.